Hannes og Kári fundu sér báðir erlend félög til að æfa með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:45 Hannes Þór Halldórssson og Kári Árnason Getty/VI Images Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira