Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 16:28 Arnar Þór Sverrisson, lögmaður Seðlabanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var flutt í byrjun mánaðar. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að „sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Í málinu kom þó fram að bankinn hefði ekki leitað eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem birtur var á vef dómstólanna í dag. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Seðlabankinn var á fimmtudag dæmdur til að afhenda Ara samninginn.Vísuðu til friðhelgi einkalífsins Samningurinn, sem dagsettur er 29. apríl 2016, var eitt af gögnum málsins og er í dómi nefndur Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum. Seðlabankinn bar því fyrir sig að upplýsingarnar sem þar voru að finna vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Þannig vísaði bankinn til stjórnarskrárvarins rétts manna til friðhelgi einkalífs. Ekki fengist séð að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar vegi þyngra en þau réttindi Ingibjargar sem undir væru. Því bæri að fella úrskurðinn úr gildi.Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins.Vísir/VilhelmEkki aðrar fjárhagsupplýsingar en föst launakjör Í niðurstöðu dómsins er þessi röksemdafærsla bankans tekin sérstaklega fyrir. Vísað er í níundu grein upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu kom þó fram að bankinn leitaði ekki eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Bankinn mat það jafnframt svo að upplýsingarnar í skjalinu varði áðurnefnda grein upplýsingalaga með beinum hætti. Þá var fallist á það með bankanum að almennt væru upplýsingar um fjárhagsmálefni varðar af stjórnarskrá en um það gildi þó undantekningar. Að mati dómsins var ekki að finna aðrar fjárhagsupplýsingar Ingibjargar í skjalinu en um föst launakjör hennar og því komi ákvæði upplýsingalaganna ekki til frekari álita við úrlausn málsins.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bílDómurinn hafnaði því kröfu Seðlabanka Íslands um að úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála verði felldur niður. Bankanum var því gert skylt að afhenda Ara skjalið, og honum jafnframt gert að greiða Ara 800 þúsund krónur í málskostnað. Ekki hafa fengist svör frá Seðlabankanum um það hvort bankinn hyggist áfrýja dómnum. Þá hafa gögnin ekki enn verið afhent. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að „sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Í málinu kom þó fram að bankinn hefði ekki leitað eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem birtur var á vef dómstólanna í dag. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Seðlabankinn var á fimmtudag dæmdur til að afhenda Ara samninginn.Vísuðu til friðhelgi einkalífsins Samningurinn, sem dagsettur er 29. apríl 2016, var eitt af gögnum málsins og er í dómi nefndur Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum. Seðlabankinn bar því fyrir sig að upplýsingarnar sem þar voru að finna vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Þannig vísaði bankinn til stjórnarskrárvarins rétts manna til friðhelgi einkalífs. Ekki fengist séð að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar vegi þyngra en þau réttindi Ingibjargar sem undir væru. Því bæri að fella úrskurðinn úr gildi.Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins.Vísir/VilhelmEkki aðrar fjárhagsupplýsingar en föst launakjör Í niðurstöðu dómsins er þessi röksemdafærsla bankans tekin sérstaklega fyrir. Vísað er í níundu grein upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu kom þó fram að bankinn leitaði ekki eftir afstöðu Ingibjargar til beiðni Ara. Bankinn mat það jafnframt svo að upplýsingarnar í skjalinu varði áðurnefnda grein upplýsingalaga með beinum hætti. Þá var fallist á það með bankanum að almennt væru upplýsingar um fjárhagsmálefni varðar af stjórnarskrá en um það gildi þó undantekningar. Að mati dómsins var ekki að finna aðrar fjárhagsupplýsingar Ingibjargar í skjalinu en um föst launakjör hennar og því komi ákvæði upplýsingalaganna ekki til frekari álita við úrlausn málsins.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bílDómurinn hafnaði því kröfu Seðlabanka Íslands um að úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála verði felldur niður. Bankanum var því gert skylt að afhenda Ara skjalið, og honum jafnframt gert að greiða Ara 800 þúsund krónur í málskostnað. Ekki hafa fengist svör frá Seðlabankanum um það hvort bankinn hyggist áfrýja dómnum. Þá hafa gögnin ekki enn verið afhent. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34
Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 12:53