„Nú eigum við að flýta okkur hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 23:30 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?