Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 23:18 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019 Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30