Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 23:18 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019 Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30