Menningin getur lýst upp skammdegið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning