Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:12 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins í september. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira