Belgíska íþróttakonan Marieke Vervoort, sem vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012, lést í gær í heimaborg sinni, Diest, 40 ára að aldri.
Vervoort var með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm og fékk dánaraðstoð.
Líknardráp hefur verið löglegt í Sviss síðan 2002. Þá fær manneskja sem haldin er ólæknandi og kvalafullum sjúkdómi aðstoð lækna við að deyja á sársaukalausan hátt.
Fyrir ellefu árum samþykkti Vervoort að fá dánaraðstoð þegar sjúkdómurinn væri farinn að gera líf hennar óbærilegt.
Vervoort varð Ólympíumeistari í 100 metra hjólastólakappakstri í London 2012. Á sömu leikum fékk hún silfur í 200 metra hjólastólakappakstri.
Á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó fyrir þremur árum vann Vervoort bæði til silfur- og bronsverðlauna í hjólastólakappakstri.

