Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 12:29 Björk Vilhelmsdóttir er nú stödd á Vesturbakkanum. Af Facebook-síðu Bjarkar Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun. Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun.
Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira