Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 12:29 Björk Vilhelmsdóttir er nú stödd á Vesturbakkanum. Af Facebook-síðu Bjarkar Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun. Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun.
Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira