Helmingur landsmanna með litlar áhyggjur af þriðja orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2019 14:35 Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans. Helmingur landsmanna kveðst hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans sem samþykktur þar á haustþingi. Um þriðjungur, 34% hafði hins vegar miklar áhyggjur. Þetta er á meðal niðurstæðna könnunar sem MMR framkvæmdi um áhrif þriðja orkupakkans. Karlar (55% aðspurðra) reyndust mun líklegri en konur (43% aðspurðra) til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni Íslendinga. Fjörutíu og eitt prósent karla sögðust hafa mjög litlar eða engar áhyggjur samanborið við 23% kvenna. Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans. Stuðningsfólk Miðflokksins (90%) reyndist aftur á móti líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur en Miðflokkurinn var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn innleiðingu orkupakkans og stóð fyrir langvarandi málþófi vegna málsins. Spurt var: Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar?MMR Sextíu og fjögur prósent þeirra sem kváðust styðja ríkisstjórnina sögðust hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni samanborið við 39% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina. Fólk sem sagðist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandins (80%) var mun líklegra til að segjast hafa litlar áhyggjur en það sem sagðist vera andvígt inngöngu. Skoðanakönnunin var framkvæmd 9.-16. september en einstaklingar, 18 ára og eldri voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 1045 einstaklingar. Það skal athugað að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðast við 1000 svarendur sem geta verið allt frá +/- 3,1%. Alþingi Skoðanakannanir Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Björn Bjarnason var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:35 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. 6. september 2019 19:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Helmingur landsmanna kveðst hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans sem samþykktur þar á haustþingi. Um þriðjungur, 34% hafði hins vegar miklar áhyggjur. Þetta er á meðal niðurstæðna könnunar sem MMR framkvæmdi um áhrif þriðja orkupakkans. Karlar (55% aðspurðra) reyndust mun líklegri en konur (43% aðspurðra) til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni Íslendinga. Fjörutíu og eitt prósent karla sögðust hafa mjög litlar eða engar áhyggjur samanborið við 23% kvenna. Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans. Stuðningsfólk Miðflokksins (90%) reyndist aftur á móti líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur en Miðflokkurinn var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn innleiðingu orkupakkans og stóð fyrir langvarandi málþófi vegna málsins. Spurt var: Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar?MMR Sextíu og fjögur prósent þeirra sem kváðust styðja ríkisstjórnina sögðust hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni samanborið við 39% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina. Fólk sem sagðist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandins (80%) var mun líklegra til að segjast hafa litlar áhyggjur en það sem sagðist vera andvígt inngöngu. Skoðanakönnunin var framkvæmd 9.-16. september en einstaklingar, 18 ára og eldri voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 1045 einstaklingar. Það skal athugað að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðast við 1000 svarendur sem geta verið allt frá +/- 3,1%.
Alþingi Skoðanakannanir Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Björn Bjarnason var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:35 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. 6. september 2019 19:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Björn Bjarnason var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:35
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. 6. september 2019 19:01