Leystu gátu um hvernig þyngri frumefni verða til Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 09:00 Kasper Elm Heintz með teikningu af samruna nifteindastjarnanna tveggja sem rannsóknin byggðist á. Samsett/NSF, LIGO, Sonoma State University and A. Simonnet Stjarnvísindamenn hafa fundið fyrstu beinu sannanirnar fyrir því að þyngri frumefni lotukerfisins myndist við árekstur og samruna svonefndra nifteindastjarna í alheiminum. Nýdoktor við Háskóla Íslands sem tók þátt í rannsókninni segir uppgötvunina byrjunina að frekari leit að þyngri frumefnum við nifteindastjörnusamruna. Þegar vísindamenn fylgdust með árekstri tveggja nifteindastjarna í vetrarbrautinni NGC 4993 í um 130 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni árið 2017 þótti ljóst að þar mynduðust þung frumefni. Ekki hefur þó tekist að bera kennsl á einstök frumefni við slíkan árekstur fram að þessu. Með því að leggjast yfir litróf ljóss sem mælt var frá árekstrinum árið 2017 fann alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Kaupmannahafnarháskóla skýr merki um strontín, hvarfgjarnan jarðalkalímálm, sem er með sætistöluna 38 í lotukerfinu. Uppruni léttari frumefna í alheiminum hefur verið þekktur í áratugi. Vetni og helíum mynduðust í Miklahvelli og þyngri frumefni til og með járni urðu til við kjarnasamruna inni í kjörnum sólstjarna og við sprengistjörnur. Kasper Elm Heintz, sem útskrifaðist sem doktor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands í síðustu viku, segir að kenningar hafi verið í áratugi um að þyngri frumefni en járn myndist við samruna gríðarlega þéttra fyrirbæra sem nefnast nifteindastjörnur. Árekstur nifteindastjarna veldur sprengingu sem nefnist kílónóva. „Það voru engar vísbendingar, þær voru allar óbeinar. Hér hefur okkur í fyrsta skipti tekist að greina nákvæmlega þungt frumefni sem varð til,“ segir Kasper við Vísi. Hann er einn höfunda greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature í gær. Gríðarlegt magn frumefna verður til við nifteindastjörnusamrunann. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að magn strontíns þurfi að hafa numið um tíu jarðmössum til að skýra niðurstöður þeirra. Magnið sem varð í raun til við áreksturinn sé líklega mun meira.Teikning listamanns af því hvernig þung frumefni verða til og þeytast frá kílónóvu þegar tvær nifteindastjörnur rekast saman.ESO/L. Calçada/M. KornmesserStaðfestir að nifteindastjörnur standi undir nafniNifteindastjörnur eru leifar massamikilla stjarna sem springa sem sprengistjörnur en voru ekki nógu massamiklar til að enda ævi sína sem svarthol. Eftir sprengistjörnuna stendur gríðarlega þéttur kjarni sem er aðallega úr nifteindum. Nifteindastjörnur eru svo eðlisþungar að oft eru þær aðeins um tuttugu kílómetrar að þvermáli en með massa sem getur verið allt að tvöfaldur massi sólarinnar okkar. Þó að kenningar um tilvist nifteindastjarna hafi verið til um áratugaskeið og vísindamenn hafi fundið fyrirbæri í alheiminum sem koma heim og saman við kennileg einkenni þeirra hefur aldrei verið hægt að greina samsetningu þeirra með beinum hætti. Uppgötvun Kaspers og félaga á strontíni í kílónóvunni sem sást árið 2017 er staðfesting á að nifteindastjörnur beri sannarlega nafn með rentu. Frumefnið hefði aðeins getað orðið til svo hratt við ofngótt af nifteindum. Talið er að náttúrulegu frumefnin í lotukerfinu sem eru þyngri en járn verði til þegar nifteindir smjúga inn í kjarna frumeinda. Frumeindirnar bæta þá við sig mörgum nifteindum þannig að kjarninn verður óstöðugur, hrörnar og úr verður nýtt frumefni. Ferlið hefur verið nefnt nifteindahremming á íslensku. „Sú staðreynd að þetta frumefni varð til þýðir að nifteindastjörnur hljóta að vera nifteindaríkar. Nú höfum við sýnt fram á að þær eru aðallega úr nifteindum og verðskulda nafnið sem við höfum gefið þeim,“ segir Kasper.Erfiðara að greina þyngri frumefnin Nifteindahremmingin gerist ýmis hratt eða hægt. Sú hægari er talin eiga sér stað í ytri lögum massalítilla stjarna og mynda léttari þungmálma. Fram að þessu hefur verið talið að hröð nifteindahremming sem eigi sér stað við kílónóvur myndi nær aðeins þyngstu frumefnin nærri enda lotukerfisins eins og gull, hvítagull og úran. Athuganir Kasper og félaga breyta þeim hugmyndum nokkuð. Strontín er eitt léttasta þunga frumefnið í lotukerfinu. Að það hafi fundist við kílónóvu þykir benda til þess að fjöldi þungra frumefna verði til við slíkar hamfarir. Kasper segir að búast megi við að þyngri frumefni en strontín verði til við kílónóvur en að erfiðara sé að greina þau. Við kílónóvur er talið að geislavirkt efni þeytist frá nifteindastjörnunum, þar á meðal þungu frumefnin í formi glóandi rafgass. Kasper segir að þetta efni sé svo ógegnsætt að það skyggi á ljós frá kílónóvunni. Hugsanlegt er að með tíð og tíma þegar ljós fer að berast frá þessum slettum úr innviðum nifteindastjarnanna sé hægt að finna fleiri frumefni með því að greina ljós á innrauða sviðinu. „Núna erum við að reyna að sjá hvort við getum komið auga á önnur frumefni en fram að þessu liggja engar afgerandi niðurstöður fyrir,“ segir Kasper um áframhaldandi rannsóknir á kílónóvunni.Teikning af glæðunum eftir samruna tveggja nifteindastjarna sem olli þyngdarbylgjum sem gáruðu tímarúmið árið 2017.ESO/L. Calçada/M. KornmesserFyrsta skiptið sem menn mældu ljós og þyngdarbylgjur saman Árekstur nifteindastjarnanna sem er grundvöllur rannsóknar Kaspers og félaga var fyrsta fyrirbærið sem vísindamenn á jörðunni gátu rannsakað bæði með sjónaukum og nýþróuðum þyngdarbylgjumælum. Kasper og tveir íslenskir vísindamenn tóku þátt í uppgötvun kílónóvunnar árið 2017. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem Albert Einstein spáði fyrir um að væru til fyrir um hundrað árum. Þær myndast til dæmis við árekstur gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola. Það var þó ekki fyrr en árið 2015 sem vísindamenn mældu þyngdarbylgjur í fyrsta skipti. Rannsóknir á þeim eru sagðar skapa nýja vídd í athugunum á alheiminum sem hafa fram að þessu alfarið stuðst við mælingar á rafsegulgeislun. Litrófsmælingar á kílónóvunni bentu til þess að þar hefðu myndast þung frumefni sem þeyttust út í geim þar sem þau verða efniviður í reikistjörnur framtíðarinnar. Það hefur nú verið staðfest með rannsókn Kaspers og félaga. Kasper var einnig á meðal höfunda annarrar vísindagreinar í Nature fyrr á þessu ári sem fjallaði um tengsl svonefndrar gríðarstjörnu, orkumestu tegund sprengistjörnu í alheiminum, við gammablossa.Fréttin hefur verið uppfærð. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppruni gulls fannst með þyngdarbylgjum Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar tóku þátt í að finna samruna nifteindastjarna með hjálp þyngdarbylgna. 16. október 2017 14:00 Fundu týndan hlekk á milli gammablossa og gríðarstjarna Danskur doktorsnemi við Háskóla Íslands er einn höfunda greinar um gríðarstjörnur sem birtist í vísindaritinu Nature. 16. janúar 2019 18:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Stjarnvísindamenn hafa fundið fyrstu beinu sannanirnar fyrir því að þyngri frumefni lotukerfisins myndist við árekstur og samruna svonefndra nifteindastjarna í alheiminum. Nýdoktor við Háskóla Íslands sem tók þátt í rannsókninni segir uppgötvunina byrjunina að frekari leit að þyngri frumefnum við nifteindastjörnusamruna. Þegar vísindamenn fylgdust með árekstri tveggja nifteindastjarna í vetrarbrautinni NGC 4993 í um 130 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni árið 2017 þótti ljóst að þar mynduðust þung frumefni. Ekki hefur þó tekist að bera kennsl á einstök frumefni við slíkan árekstur fram að þessu. Með því að leggjast yfir litróf ljóss sem mælt var frá árekstrinum árið 2017 fann alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Kaupmannahafnarháskóla skýr merki um strontín, hvarfgjarnan jarðalkalímálm, sem er með sætistöluna 38 í lotukerfinu. Uppruni léttari frumefna í alheiminum hefur verið þekktur í áratugi. Vetni og helíum mynduðust í Miklahvelli og þyngri frumefni til og með járni urðu til við kjarnasamruna inni í kjörnum sólstjarna og við sprengistjörnur. Kasper Elm Heintz, sem útskrifaðist sem doktor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands í síðustu viku, segir að kenningar hafi verið í áratugi um að þyngri frumefni en járn myndist við samruna gríðarlega þéttra fyrirbæra sem nefnast nifteindastjörnur. Árekstur nifteindastjarna veldur sprengingu sem nefnist kílónóva. „Það voru engar vísbendingar, þær voru allar óbeinar. Hér hefur okkur í fyrsta skipti tekist að greina nákvæmlega þungt frumefni sem varð til,“ segir Kasper við Vísi. Hann er einn höfunda greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature í gær. Gríðarlegt magn frumefna verður til við nifteindastjörnusamrunann. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að magn strontíns þurfi að hafa numið um tíu jarðmössum til að skýra niðurstöður þeirra. Magnið sem varð í raun til við áreksturinn sé líklega mun meira.Teikning listamanns af því hvernig þung frumefni verða til og þeytast frá kílónóvu þegar tvær nifteindastjörnur rekast saman.ESO/L. Calçada/M. KornmesserStaðfestir að nifteindastjörnur standi undir nafniNifteindastjörnur eru leifar massamikilla stjarna sem springa sem sprengistjörnur en voru ekki nógu massamiklar til að enda ævi sína sem svarthol. Eftir sprengistjörnuna stendur gríðarlega þéttur kjarni sem er aðallega úr nifteindum. Nifteindastjörnur eru svo eðlisþungar að oft eru þær aðeins um tuttugu kílómetrar að þvermáli en með massa sem getur verið allt að tvöfaldur massi sólarinnar okkar. Þó að kenningar um tilvist nifteindastjarna hafi verið til um áratugaskeið og vísindamenn hafi fundið fyrirbæri í alheiminum sem koma heim og saman við kennileg einkenni þeirra hefur aldrei verið hægt að greina samsetningu þeirra með beinum hætti. Uppgötvun Kaspers og félaga á strontíni í kílónóvunni sem sást árið 2017 er staðfesting á að nifteindastjörnur beri sannarlega nafn með rentu. Frumefnið hefði aðeins getað orðið til svo hratt við ofngótt af nifteindum. Talið er að náttúrulegu frumefnin í lotukerfinu sem eru þyngri en járn verði til þegar nifteindir smjúga inn í kjarna frumeinda. Frumeindirnar bæta þá við sig mörgum nifteindum þannig að kjarninn verður óstöðugur, hrörnar og úr verður nýtt frumefni. Ferlið hefur verið nefnt nifteindahremming á íslensku. „Sú staðreynd að þetta frumefni varð til þýðir að nifteindastjörnur hljóta að vera nifteindaríkar. Nú höfum við sýnt fram á að þær eru aðallega úr nifteindum og verðskulda nafnið sem við höfum gefið þeim,“ segir Kasper.Erfiðara að greina þyngri frumefnin Nifteindahremmingin gerist ýmis hratt eða hægt. Sú hægari er talin eiga sér stað í ytri lögum massalítilla stjarna og mynda léttari þungmálma. Fram að þessu hefur verið talið að hröð nifteindahremming sem eigi sér stað við kílónóvur myndi nær aðeins þyngstu frumefnin nærri enda lotukerfisins eins og gull, hvítagull og úran. Athuganir Kasper og félaga breyta þeim hugmyndum nokkuð. Strontín er eitt léttasta þunga frumefnið í lotukerfinu. Að það hafi fundist við kílónóvu þykir benda til þess að fjöldi þungra frumefna verði til við slíkar hamfarir. Kasper segir að búast megi við að þyngri frumefni en strontín verði til við kílónóvur en að erfiðara sé að greina þau. Við kílónóvur er talið að geislavirkt efni þeytist frá nifteindastjörnunum, þar á meðal þungu frumefnin í formi glóandi rafgass. Kasper segir að þetta efni sé svo ógegnsætt að það skyggi á ljós frá kílónóvunni. Hugsanlegt er að með tíð og tíma þegar ljós fer að berast frá þessum slettum úr innviðum nifteindastjarnanna sé hægt að finna fleiri frumefni með því að greina ljós á innrauða sviðinu. „Núna erum við að reyna að sjá hvort við getum komið auga á önnur frumefni en fram að þessu liggja engar afgerandi niðurstöður fyrir,“ segir Kasper um áframhaldandi rannsóknir á kílónóvunni.Teikning af glæðunum eftir samruna tveggja nifteindastjarna sem olli þyngdarbylgjum sem gáruðu tímarúmið árið 2017.ESO/L. Calçada/M. KornmesserFyrsta skiptið sem menn mældu ljós og þyngdarbylgjur saman Árekstur nifteindastjarnanna sem er grundvöllur rannsóknar Kaspers og félaga var fyrsta fyrirbærið sem vísindamenn á jörðunni gátu rannsakað bæði með sjónaukum og nýþróuðum þyngdarbylgjumælum. Kasper og tveir íslenskir vísindamenn tóku þátt í uppgötvun kílónóvunnar árið 2017. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem Albert Einstein spáði fyrir um að væru til fyrir um hundrað árum. Þær myndast til dæmis við árekstur gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola. Það var þó ekki fyrr en árið 2015 sem vísindamenn mældu þyngdarbylgjur í fyrsta skipti. Rannsóknir á þeim eru sagðar skapa nýja vídd í athugunum á alheiminum sem hafa fram að þessu alfarið stuðst við mælingar á rafsegulgeislun. Litrófsmælingar á kílónóvunni bentu til þess að þar hefðu myndast þung frumefni sem þeyttust út í geim þar sem þau verða efniviður í reikistjörnur framtíðarinnar. Það hefur nú verið staðfest með rannsókn Kaspers og félaga. Kasper var einnig á meðal höfunda annarrar vísindagreinar í Nature fyrr á þessu ári sem fjallaði um tengsl svonefndrar gríðarstjörnu, orkumestu tegund sprengistjörnu í alheiminum, við gammablossa.Fréttin hefur verið uppfærð.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppruni gulls fannst með þyngdarbylgjum Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar tóku þátt í að finna samruna nifteindastjarna með hjálp þyngdarbylgna. 16. október 2017 14:00 Fundu týndan hlekk á milli gammablossa og gríðarstjarna Danskur doktorsnemi við Háskóla Íslands er einn höfunda greinar um gríðarstjörnur sem birtist í vísindaritinu Nature. 16. janúar 2019 18:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Uppruni gulls fannst með þyngdarbylgjum Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar tóku þátt í að finna samruna nifteindastjarna með hjálp þyngdarbylgna. 16. október 2017 14:00
Fundu týndan hlekk á milli gammablossa og gríðarstjarna Danskur doktorsnemi við Háskóla Íslands er einn höfunda greinar um gríðarstjörnur sem birtist í vísindaritinu Nature. 16. janúar 2019 18:00