Uppfylla upprunalega kröfu mótmælenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 19:15 Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi. Hong Kong Kína Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi.
Hong Kong Kína Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira