Umspilshugmynd í Inkasso viðruð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2019 11:00 Fjölnir fór upp í Pepsi-deildina í ár. Keflavík endaði í fimmta sæti og hefði með nýja fyrirkomulaginu getað farið upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi „KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir. Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira