Skólahald fellt niður vegna veðurs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 07:34 Búast má við hríð og hvassviðri víða á landinu í dag. Visir/vilhelm Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig
Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira