Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 20:00 Guðrún Andrea Sólveigardóttir fékk svör við spurningum um pabba sinn. Þau voru hins vegar ekki falleg. Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44
Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30