Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:53 Heimir Már Pétursson skoðaði aðstæður með Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Vísir/Skjáskot Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22