Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2019 21:00 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00