Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2019 21:00 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00