Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 11:15 Framburður stúlkunnar var þó talinn trúverðugri en framburður afans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður. Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50