Sveitarfélögin mótmæla urðunarskatti ríkisins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 12:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í pontu á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki koma til greina að sveitarfélög landsins greiði urðunarskatt eins og ríkið ætlast til enda hafi ekkert samráð verið um málið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gerir ríkið ráð fyrir að innheimta 1,2 milljarða króna í urðunarskatt af sveitarfélögunum og 2,5 milljarða árið 2021. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi á fimmtudag og föstudag. Aldís fjallaði meðal annars um stefnu sveitarfélaganna í úrgangsmálum og urðunarskatt, sem ríkið ætlar sér að setja á sveitarfélögin. „En sambandið leggst eindregið gegn frumvarpi um urðunarskatt og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Það er auðvitað ekki boðlegt að rúmlega milljarðs álögum sé bara skutlað svona yfir á sveitarfélögin, yfir á íbúa landsins án þess að haft samráð við sveitarfélögin. Þetta er skattur sem fer lóðbeint inn á hvert einasta heimili á Íslandi og mun gera okkur ókleift að virða þær skuldbindingar, sem við höfum lagt upp með varðandi lífskjarasamninginn“, segir Aldís Aldís er mjög ósátt við algjörlegt samskiptaleysi ríksins við sveitarfélög landsins vegna urðunraskattsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís segist ekki trúa öðru en ríkisvaldið hætti við urðunarskattinn. „Enda er þetta svo óskynsamlegt að það er ekki hægt að lýsa því af því að þessu fylgir engin aðgerð. Ef að allir þessir peningar yrðu eyrnamerktir til umhverfisverkefna, eins og við heyrðum hérna áðan varðandi Umhverfi Suðurlands þá mætti kannski ræða mögulega hvað væri skynsamlegt, ef þeir rynnu bara aftur til sveitarfélaganna til þess að vinna gegn sóun, stuðla að endurnýtingu og minnka urðun, en þetta á bara að fara í ríkiskassann“. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki koma til greina að sveitarfélög landsins greiði urðunarskatt eins og ríkið ætlast til enda hafi ekkert samráð verið um málið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gerir ríkið ráð fyrir að innheimta 1,2 milljarða króna í urðunarskatt af sveitarfélögunum og 2,5 milljarða árið 2021. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi á fimmtudag og föstudag. Aldís fjallaði meðal annars um stefnu sveitarfélaganna í úrgangsmálum og urðunarskatt, sem ríkið ætlar sér að setja á sveitarfélögin. „En sambandið leggst eindregið gegn frumvarpi um urðunarskatt og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Það er auðvitað ekki boðlegt að rúmlega milljarðs álögum sé bara skutlað svona yfir á sveitarfélögin, yfir á íbúa landsins án þess að haft samráð við sveitarfélögin. Þetta er skattur sem fer lóðbeint inn á hvert einasta heimili á Íslandi og mun gera okkur ókleift að virða þær skuldbindingar, sem við höfum lagt upp með varðandi lífskjarasamninginn“, segir Aldís Aldís er mjög ósátt við algjörlegt samskiptaleysi ríksins við sveitarfélög landsins vegna urðunraskattsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís segist ekki trúa öðru en ríkisvaldið hætti við urðunarskattinn. „Enda er þetta svo óskynsamlegt að það er ekki hægt að lýsa því af því að þessu fylgir engin aðgerð. Ef að allir þessir peningar yrðu eyrnamerktir til umhverfisverkefna, eins og við heyrðum hérna áðan varðandi Umhverfi Suðurlands þá mætti kannski ræða mögulega hvað væri skynsamlegt, ef þeir rynnu bara aftur til sveitarfélaganna til þess að vinna gegn sóun, stuðla að endurnýtingu og minnka urðun, en þetta á bara að fara í ríkiskassann“.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira