Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 19:00 Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira