Ung móðir og barn komust út úr brennandi húsi á Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 18:16 Mikil mildi er sögð að ekki hafi farið verr. Vísir/Vilhelm Einn var fluttur á sjúkrahús vegna mögulegrar reykeitrunar eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri í dag. Ungri móður tókst að komast út úr húsinu með barn sitt þegar hún varð vör við að reykur kom upp um gólfið á íbúð hennar. Í tilkynningu frá slökkviliði Akureyrar kemur fram að útkall hafi borist vegna eldsins í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Brekkugötu um klukkan hálf tvö í dag. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru allir komnir út úr húsinu en þrír höfðu verið þar inni þegar eldsins varð vart. „Meðal annars var þar ung móðir sem tókst með snarræði að flýja út úr húsinu með barn sitt þegar hún varð vör við að reykur kom upp um gólfið,“ segir í tilkynningunni. Upptök eldsins voru í eldhúsi í kjallaraíbúð en reykur hafði borist upp allar hæðir hússins. Húsið er gamalt timburhús og átti reykur greiða leið á milli hæða og herbergja. Reykkafarar náðu að slökkva yfirborðseld á nokkrum mínútum en lengri tíma tók að reykræsta og slökkva í glæðum í veggjum. Hitamyndavél sem slökkviliðið fjárfesti nýlega í var notuð til að finna glæðurnar og segir í tilkynningunni að hún hafi gefið góða raun. Haft er eftir slökkviliðsstjóra í tilkynningunni að þrátt fyrir að slökkvilið hafi verið fljótt á staðinn hafi verið stutt í að neðstu tvær hæðirnar væru orðnar alelda og mikill reykur hafi verið kominn á þriðju og fjórðu hæð. Mildi hafi verið að ekki hafi farið verr. Akureyri Slökkvilið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna mögulegrar reykeitrunar eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri í dag. Ungri móður tókst að komast út úr húsinu með barn sitt þegar hún varð vör við að reykur kom upp um gólfið á íbúð hennar. Í tilkynningu frá slökkviliði Akureyrar kemur fram að útkall hafi borist vegna eldsins í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Brekkugötu um klukkan hálf tvö í dag. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru allir komnir út úr húsinu en þrír höfðu verið þar inni þegar eldsins varð vart. „Meðal annars var þar ung móðir sem tókst með snarræði að flýja út úr húsinu með barn sitt þegar hún varð vör við að reykur kom upp um gólfið,“ segir í tilkynningunni. Upptök eldsins voru í eldhúsi í kjallaraíbúð en reykur hafði borist upp allar hæðir hússins. Húsið er gamalt timburhús og átti reykur greiða leið á milli hæða og herbergja. Reykkafarar náðu að slökkva yfirborðseld á nokkrum mínútum en lengri tíma tók að reykræsta og slökkva í glæðum í veggjum. Hitamyndavél sem slökkviliðið fjárfesti nýlega í var notuð til að finna glæðurnar og segir í tilkynningunni að hún hafi gefið góða raun. Haft er eftir slökkviliðsstjóra í tilkynningunni að þrátt fyrir að slökkvilið hafi verið fljótt á staðinn hafi verið stutt í að neðstu tvær hæðirnar væru orðnar alelda og mikill reykur hafi verið kominn á þriðju og fjórðu hæð. Mildi hafi verið að ekki hafi farið verr.
Akureyri Slökkvilið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira