Formúla 1

Verstappen á ráspól í Mexíkó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verstappen sýndi góð tilþrif í tímatökunni í kvöld.
Verstappen sýndi góð tilþrif í tímatökunni í kvöld. vísir/getty
Max Verstappen á Red Bull verður á ráspól í kappakstrinum í Mexíkó annað kvöld, átjándu keppni ársins í Formúlu 1.

Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Sebastian Vettel urðu í 2. og 3. sæti í tímatökunni í kvöld.



Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Verstappen nær ráspól. Hann var einnig fyrstur í tímatökunni fyrir ungverska kappaksturinn í sumar.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð fjórði í tímatökunni. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil annað kvöld.

Samherji hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð í 6. sæti. Mercedes-menn hafa ekki verið á rásspól í sjö keppnum í röð. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem það gerist.



Bein útsending frá Mexíkó-kappakstrinum hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttir

Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina

Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×