Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. október 2019 15:37 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira