Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:53 Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira