Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 10:30 Yaya Toure spilar nú í Kína. Getty/Visual China Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019 EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019
EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira