Komu að konu sem hafði verið látin í íbúð í Madríd í fimmtán ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 10:30 Puerta del Sol í Madríd. Getty Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul. Spánn Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul.
Spánn Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira