Skilur ekki hvernig Íslandsbanki geti verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2019 16:23 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki skilja hvernig orðið banki og jafnrétti geti átt heima í sömu setningu. Hún spyr hvernig bankinn ætli að vinna að jafnrétti gagnvart þeim konum í láglaunastörfum sem séu í þjónustu hjá Íslandsbanka. „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka,“ segir Sanna Magdalena í ítarlegum pistli sínum. Vísar hún til stefnu Íslandsbanka að beina auglýsingum frá þeim miðlum sem bjóði upp á afgerandi kynjahalla. Sanna segir í samtali við Vísi að nauðsynlegt sé að skoða fleiri breytur en kynin þegar komi að umræðu um jafnrétti. Meðal annars hvernig efnahagur og uppruni móti veruleika kvenna þegar komi að jafnréttisbaráttu.Hallar víða á konur „Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“,“ segir Sanna. Borgarfulltrúinn telur mikilvægt að hafa í huga að hér sé verið að tala um banka. „Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum?“ Jafnrétti snúist um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunni að vera á vegi fólks vegna kyns. „Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti.“Minnir á markmiðið Enga fátækt Minnir hún á fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sé Engin fátækt. „Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð.“ Konur séu í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljist til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. „Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkalla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga?“ spyr Sanna.Hvað verði gert fyrir fátæku láglaunakonuna „Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu?“ Borgarfulltrúinn segir að jafnrétti verði aldrei náð fyrr en allt fólk sé laust úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti. Bankar eigi vissulega sinn hlut í að viðhalda því. „Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.“ Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30 Lykilatriði að stefna Íslandsbanka hreyfi ekki við ritstjórnarlegu sjálfstæði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. 28. október 2019 09:12 Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Formaður Blaðamannafélags Íslands skrifar um Íslandsbanka og auglýsingar. 28. október 2019 07:15 Íslandsbanki ætti að biðja fjölmiðla afsökunar Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, ræddi nýja stefnu Íslandsbanka ásamt Ólínu Þorvarðardóttur Kjerúlf í Víglínunni í dag. 27. október 2019 18:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki skilja hvernig orðið banki og jafnrétti geti átt heima í sömu setningu. Hún spyr hvernig bankinn ætli að vinna að jafnrétti gagnvart þeim konum í láglaunastörfum sem séu í þjónustu hjá Íslandsbanka. „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka,“ segir Sanna Magdalena í ítarlegum pistli sínum. Vísar hún til stefnu Íslandsbanka að beina auglýsingum frá þeim miðlum sem bjóði upp á afgerandi kynjahalla. Sanna segir í samtali við Vísi að nauðsynlegt sé að skoða fleiri breytur en kynin þegar komi að umræðu um jafnrétti. Meðal annars hvernig efnahagur og uppruni móti veruleika kvenna þegar komi að jafnréttisbaráttu.Hallar víða á konur „Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“,“ segir Sanna. Borgarfulltrúinn telur mikilvægt að hafa í huga að hér sé verið að tala um banka. „Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum?“ Jafnrétti snúist um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunni að vera á vegi fólks vegna kyns. „Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti.“Minnir á markmiðið Enga fátækt Minnir hún á fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sé Engin fátækt. „Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð.“ Konur séu í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljist til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. „Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkalla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga?“ spyr Sanna.Hvað verði gert fyrir fátæku láglaunakonuna „Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu?“ Borgarfulltrúinn segir að jafnrétti verði aldrei náð fyrr en allt fólk sé laust úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti. Bankar eigi vissulega sinn hlut í að viðhalda því. „Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.“
Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30 Lykilatriði að stefna Íslandsbanka hreyfi ekki við ritstjórnarlegu sjálfstæði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. 28. október 2019 09:12 Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Formaður Blaðamannafélags Íslands skrifar um Íslandsbanka og auglýsingar. 28. október 2019 07:15 Íslandsbanki ætti að biðja fjölmiðla afsökunar Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, ræddi nýja stefnu Íslandsbanka ásamt Ólínu Þorvarðardóttur Kjerúlf í Víglínunni í dag. 27. október 2019 18:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. 25. október 2019 14:30
Lykilatriði að stefna Íslandsbanka hreyfi ekki við ritstjórnarlegu sjálfstæði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. 28. október 2019 09:12
Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Formaður Blaðamannafélags Íslands skrifar um Íslandsbanka og auglýsingar. 28. október 2019 07:15
Íslandsbanki ætti að biðja fjölmiðla afsökunar Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, ræddi nýja stefnu Íslandsbanka ásamt Ólínu Þorvarðardóttur Kjerúlf í Víglínunni í dag. 27. október 2019 18:00