Verkamannaflokkurinn klár í kosningar Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 11:50 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/JESSICA TAYLOR Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir nú fyrir hádegið að Verkamannaflokkurinn muni styðja tillögu um þingkosningar þann tólfta desember. Corbyn segir að skilyrðum flokksins hafi nú verið mætt eftir að ljóst varð að Evrópusambandið samþykkir frest á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu til 31. janúar á næsta ári. Þingmenn munu greiða atkvæði um tillögu að kosningum síðar í dag en Boris Johnson forsætisráðherra hefur þrisvar sinnum áður mistekist að koma tillögu um kosningar í gegnum þingið, síðast í gær. Nú virðist sem menn takist helst á um dagsetningu kosninganna, Skoski Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar vilja kjósa níunda desember en Johnson hefur talað um tólfta þess mánaðar. Svo gæti farið að millileiðin verði farin og að kjördagur verði ákveðinn ellefti desember.Samkvæmt frétt BBC sagði Corbyn við leiðtoga flokksins í dag að hann hefði stöðugt haldið því fram Verkamannaflokkurinn hafi verið tilbúinn í kosningar. Hann hafi viljað tryggja að ekki yrði af Brexit án samkomulags og það hafi nú verið tryggt, tímabundið.„Við munum nú hefja metnaðarfyllstu og róttækustu kosningabaráttu fyrir alvöru breytingum sem þjóð okkar hefur nokkurn tímann séð,“ sagði Corbyn. Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt fram á yfirgefandi forystu Íhaldsflokksins, sem Boris Johnson leiðir, meðal kjósenda. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Reynir enn á ný að boða til kosninga Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi. 29. október 2019 09:05 Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. 28. október 2019 19:03 Samþykktu þriggja mánaða frestun Brexit Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að fresta útgöngu Bretlands úr ESB til 31. janúar 2020. 28. október 2019 09:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir nú fyrir hádegið að Verkamannaflokkurinn muni styðja tillögu um þingkosningar þann tólfta desember. Corbyn segir að skilyrðum flokksins hafi nú verið mætt eftir að ljóst varð að Evrópusambandið samþykkir frest á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu til 31. janúar á næsta ári. Þingmenn munu greiða atkvæði um tillögu að kosningum síðar í dag en Boris Johnson forsætisráðherra hefur þrisvar sinnum áður mistekist að koma tillögu um kosningar í gegnum þingið, síðast í gær. Nú virðist sem menn takist helst á um dagsetningu kosninganna, Skoski Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar vilja kjósa níunda desember en Johnson hefur talað um tólfta þess mánaðar. Svo gæti farið að millileiðin verði farin og að kjördagur verði ákveðinn ellefti desember.Samkvæmt frétt BBC sagði Corbyn við leiðtoga flokksins í dag að hann hefði stöðugt haldið því fram Verkamannaflokkurinn hafi verið tilbúinn í kosningar. Hann hafi viljað tryggja að ekki yrði af Brexit án samkomulags og það hafi nú verið tryggt, tímabundið.„Við munum nú hefja metnaðarfyllstu og róttækustu kosningabaráttu fyrir alvöru breytingum sem þjóð okkar hefur nokkurn tímann séð,“ sagði Corbyn. Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt fram á yfirgefandi forystu Íhaldsflokksins, sem Boris Johnson leiðir, meðal kjósenda.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Reynir enn á ný að boða til kosninga Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi. 29. október 2019 09:05 Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. 28. október 2019 19:03 Samþykktu þriggja mánaða frestun Brexit Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að fresta útgöngu Bretlands úr ESB til 31. janúar 2020. 28. október 2019 09:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Reynir enn á ný að boða til kosninga Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að reyna enn á ný í dag að fá þingmenn til að samþykkja kosningar þann 12. desember næstkomandi. 29. október 2019 09:05
Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. 28. október 2019 19:03
Samþykktu þriggja mánaða frestun Brexit Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að fresta útgöngu Bretlands úr ESB til 31. janúar 2020. 28. október 2019 09:33