Sífellt fleiri myndræn kynferðisofbeldismál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2019 18:30 Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona hjá Kynferðisbrotadeild lrh og lögfræðingur telur þörf á skýrari refsiákvæði gegn myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00
„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31