OZ nælir í 326 milljóna styrk Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 09:15 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón. Nýsköpun Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira