Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2019 13:48 Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum. Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira