Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 14:44 Húsvíkingar eru nú í óðaönn við að undirbúa sig við að aðstoða Will Ferrell og félaga við tökur á kvikmynd um Eurovision. Gríðarleg eftirvænting ríkir í bæjarfélaginu. „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06