Erlent

Átta lög­reglu­menn teknir í gíslingu í Ekvador

Atli Ísleifsson skrifar
Frá útför Inocencio Tacumbi, eins leiðtoga frumbyggja í landinu sem lét lífið í mótmælum í vikunni.
Frá útför Inocencio Tacumbi, eins leiðtoga frumbyggja í landinu sem lét lífið í mótmælum í vikunni. Getty
Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér.

BBC segir frá því að í gærkvöldi hafi átta lögreglumenn verið teknir í gíslingu og mótmælendur úr röðum frumbyggja landsins sýndu þá uppi á sviði á fjölmennum mótmælafundi í Quito, höfuðborg landsins.

Moreno forseti lýsti á dögunum yfir neyðarástandi vegna mótmælanna og hefur hann flúið höfuðborgina og hefst nú við ásamt ríkisstjórn sinni í borginni Guayaquil.

Fjöldi hefur látist í mótmælunum sem hófust eftir að stjórnvöld hættu að niðurgreiða eldsneyti, en það var hluti af skilmálum sem gengist var undir til að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


Tengdar fréttir

Rýma for­seta­höllina vegna elds­neytis­mót­mæla

Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×