Það er heldur betur farið að styttast í stórleik Íslands og Frakklands en hann fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna á vellinum síðan í 1-1 leiknum fræga árið 1998. Margir sjá fyrir sér að strákarnir endurtaki þann leik í kvöld.
Mikið hefur verið spáð og spekúlerað í byrjunarliðið. Aron Einar Gunnarsson er meiddur og svo eru tveir leikmenn í hópnum - Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason - sem eru án félags.
Vísir hefur rýnt vel í málið og spáir því að liðið í kvöld verði svona. Rúnar Már kemur inn fyrir Birki Bjarna en Emil mun leysa Aron Einar af á miðjunni. Jóhann Berg kemur svo aftur í sína stöðu út á kanti.
Í framlínunni verða Kolbeinn og Jón Daði. Alfreð Finnbogason verður því að gera sér að góðu að byrja á bekknum samkvæmt spá okkar.
Byrjunarliðið samkvæmt Vísi:
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn:
Rúnar Már S Sigurjónsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Emil Hallfreðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
