Lífið samstarf

Jóhann Helgason sjötugur - Stórtónleikar í Hörpu

Móðurfélagið kynnir
Tvíeykið Magnús og Jóhann
Tvíeykið Magnús og Jóhann
Rjómi íslenskra tónlistarmanna flytur vinsælustu lög Jóhanns Helgasonar á stórtónleikum í Eldborg í Hörpu þann 19. október. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni sjötugsafmælis Jóhanns en hann er löngu landskunnur sem einn fremsti lagahöfundur og flytjandi landsins.

Söknuður í flutningi Stefáns Hilmarssonar:

Útgefin lög og textar Jóhanns eru vel yfir fjögur hundruð talsins, bæði í flutningi hans sjálfs og annarra. Fjölmörg laga Jóhanns hafa náð víðtækri hylli svo sem Ástarsorg, Karen, Ég gef þér allt mitt líf, Ástin og lífið, Seinna meir og Í Reykjavíkurborg. Þá hefur lag hans Söknuður verið hljóðritað a.m.k. 47 sinnum á hljómplötur og diska, með fjölbreyttum hópi flytjenda.

Ástarsorg í flutningi Röggu Gísla

 

Jóhann á að baki farsælan sólóferil en hefur einnig starfað með ýmsum hljómsveitum og flytjendum má þar meðal annars nefna Magnús og Jóhann, Change, Poker, Þú og Ég.

Jóhanni hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar og verðlaun hér á landi og erlendis á ferli sínum og var hann fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að skrifa undir höfundarsamning erlendis.Á tónleikunum koma fram eftirtaldir listamenn; Jóhann Helgason, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún, Daníel Ágúst, Bjarni Arason, Stefán Jakobsson, Þú og Ég, Magnús og Jóhann. Jón Ólafsson stýrir hljómsveit.

Karen í flutningi Bjarna Ara

 

 

Þú getur tryggt þér miða hér.

H
ér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá ferli Jóhanns.



Þessi kynning er unnin í samstarfi við Móðurfélagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.