„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2019 10:00 Útlit er fyrir að skortur verði á sæbjúgu á þessu fiskveiðiári. mynd/aðsend Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira