Lars stöðvaði sigurgöngu Spánverja Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2019 20:45 Lars glotti við tönn í kvöld. vísir/getty Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í norska landsliðinu gerðu jafntefli við Spánverja á heimavelli í kvöld. Þar með stöðvuðu Norðmenn sigurgöngu Spánverja í undankeppni EM en fram að leiknum í kvöld höfðu Spánverjar unnið fjórtán leiki í röð. Saul Niguez kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Norðmenn settu Spánverja undir pressu í síðari hálfleik. Það skilaði árangri er liðið fékk víti í uppbótartíma. Á punktinn steig Joshua King og skoraði. Lokatölur 1-1.DRAMA! Josh King has equalised in the dying moments against Spain!#Euro2020Qualifiers LIVE: https://t.co/WTCApXAhxjpic.twitter.com/eZeICvk9zI— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2019 Spánn er áfram á toppi riðilsins með 19 stig, Svíþjóð er í öðru sætinu með 14, Rúmenía í þriðja með 13 og Noregur í því fjórða með tíu. EM 2020 í fótbolta
Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í norska landsliðinu gerðu jafntefli við Spánverja á heimavelli í kvöld. Þar með stöðvuðu Norðmenn sigurgöngu Spánverja í undankeppni EM en fram að leiknum í kvöld höfðu Spánverjar unnið fjórtán leiki í röð. Saul Niguez kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Norðmenn settu Spánverja undir pressu í síðari hálfleik. Það skilaði árangri er liðið fékk víti í uppbótartíma. Á punktinn steig Joshua King og skoraði. Lokatölur 1-1.DRAMA! Josh King has equalised in the dying moments against Spain!#Euro2020Qualifiers LIVE: https://t.co/WTCApXAhxjpic.twitter.com/eZeICvk9zI— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2019 Spánn er áfram á toppi riðilsins með 19 stig, Svíþjóð er í öðru sætinu með 14, Rúmenía í þriðja með 13 og Noregur í því fjórða með tíu.