Wijnaldum afgreiddi Hvíta-Rússland | Markaveisla hjá Skotum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2019 17:45 Wijnaldum fagnar öðru marki sínu í kvöld. vísir/getty Hollendingar unnu nauman en mikilvægan sigur á Hvíta-Rússlandi á útivelli í kvöld er liðin mættust í C-riðli undankeppni EM 2020. Bæði mörk Hollands skoraði Liverpool-maðurinn, Georginio Wijnaldum, en mörkin skoraði hann á 32. mínútu og svo á 41. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn í síðari hálfleik en mikilvægur sigur Hollendinga. Þeir eru með 15 stig en Þýskaland og Norður-Írland eru sæti neðar bæði með tólf stig. Þýskaland mætir Eistlandi síðar í kvöld og getur komist upp að hlið Hollands með sigri í kvöld en mikil spenna er í C-riðlinum.2 – Georginio Wijnaldum has scored a brace for @OnsOranje for the first time ever and has now scored four goals in his last four games for the Netherlands. Gorgeous. pic.twitter.com/Hyuw19zWWb — OptaJohan (@OptaJohan) October 13, 2019 Skotar voru í stuði gegn San Marínó á heimavelli en þeir skosku unnu 6-0 sigur á smáríkinu í kvöld. John McGinn skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og þeir Lawrence Shankland, Stuart Findlay og Stuart Armstrong bættu við einu marki hver í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Rússar 3-0 sigur á Kýpur en Belgar eru á toppi riðilsins með 24 stig. Rússarnir eru í 2. sætinu með 21, Kýpur í þriðja með tíu og Skotland í fjórða með níu.1952 - John McGinn has become the first player to score a first-half hat-trick for Scotland since Lawrie Reilly against USA in a friendly in April 1952, 67 years and 166 days ago. Gap. pic.twitter.com/DUBQGjRzA0 — OptaJoe (@OptaJoe) October 13, 2019Öll úrslit dagsins:C-riðill: Hvíta-Rússland - Holland 1-2 18.45 Eistland - ÞýskalandE-riðill: Ungverjaland - Aserbaídsjan 1-0 18.45 Wales - KróatíaG-riðill: 18.45 Pólland - Norður Makedónía 18.45 Slóvenía - AusturríkiI-riðill: Kazakstan - Belgía 0-2 Kýpur - Rússland 0-4 Skotland - San Marínó 6-0 EM 2020 í fótbolta
Hollendingar unnu nauman en mikilvægan sigur á Hvíta-Rússlandi á útivelli í kvöld er liðin mættust í C-riðli undankeppni EM 2020. Bæði mörk Hollands skoraði Liverpool-maðurinn, Georginio Wijnaldum, en mörkin skoraði hann á 32. mínútu og svo á 41. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn í síðari hálfleik en mikilvægur sigur Hollendinga. Þeir eru með 15 stig en Þýskaland og Norður-Írland eru sæti neðar bæði með tólf stig. Þýskaland mætir Eistlandi síðar í kvöld og getur komist upp að hlið Hollands með sigri í kvöld en mikil spenna er í C-riðlinum.2 – Georginio Wijnaldum has scored a brace for @OnsOranje for the first time ever and has now scored four goals in his last four games for the Netherlands. Gorgeous. pic.twitter.com/Hyuw19zWWb — OptaJohan (@OptaJohan) October 13, 2019 Skotar voru í stuði gegn San Marínó á heimavelli en þeir skosku unnu 6-0 sigur á smáríkinu í kvöld. John McGinn skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og þeir Lawrence Shankland, Stuart Findlay og Stuart Armstrong bættu við einu marki hver í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Rússar 3-0 sigur á Kýpur en Belgar eru á toppi riðilsins með 24 stig. Rússarnir eru í 2. sætinu með 21, Kýpur í þriðja með tíu og Skotland í fjórða með níu.1952 - John McGinn has become the first player to score a first-half hat-trick for Scotland since Lawrie Reilly against USA in a friendly in April 1952, 67 years and 166 days ago. Gap. pic.twitter.com/DUBQGjRzA0 — OptaJoe (@OptaJoe) October 13, 2019Öll úrslit dagsins:C-riðill: Hvíta-Rússland - Holland 1-2 18.45 Eistland - ÞýskalandE-riðill: Ungverjaland - Aserbaídsjan 1-0 18.45 Wales - KróatíaG-riðill: 18.45 Pólland - Norður Makedónía 18.45 Slóvenía - AusturríkiI-riðill: Kazakstan - Belgía 0-2 Kýpur - Rússland 0-4 Skotland - San Marínó 6-0