Stál í stál í Wales Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2019 20:45 Gareth Bale í baráttunni í kvöld. vísir/Getty Wales og Króatía gerði 1-1 jafntefli E-riðli undankeppni EM 2020 er liðin mættust í Cardiff í kvöld. Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er Nikola Vlasic kom Króatíu yfir eftir stoðsendingu frá Bruno Petkovic. Það var kraftur í Wales-verjum undir lok hálfleiksins. Frábær sprettur Ben Davies skilaði sér í stoðsendingu á Gareth Bale sem kláraði færið vel. Síðari hálfleikurinn var ekki merkilegur en alls fóru fimm gul spjöld á loft í síðari hálfleiknum. Hart var tekist á en lokatölur 1-1.FT Wales 1-1 Croatia Croatia stay top of the group, whilst Ryan Giggs' side are still in contention. Reaction https://t.co/hBK8Ltve17#bbcfootballpic.twitter.com/dSOnM7NNzr — BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2019 Króatía er á toppi riðilsins með fjórtán stig en Wales er í 4. sætinu með átta stig. Wales þarf að vinna síðustu tvo leiki sína (gegn Azerbaídsjan og Unverjalandi) til að tryggja sér á EM 2020. EM 2020 í fótbolta
Wales og Króatía gerði 1-1 jafntefli E-riðli undankeppni EM 2020 er liðin mættust í Cardiff í kvöld. Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er Nikola Vlasic kom Króatíu yfir eftir stoðsendingu frá Bruno Petkovic. Það var kraftur í Wales-verjum undir lok hálfleiksins. Frábær sprettur Ben Davies skilaði sér í stoðsendingu á Gareth Bale sem kláraði færið vel. Síðari hálfleikurinn var ekki merkilegur en alls fóru fimm gul spjöld á loft í síðari hálfleiknum. Hart var tekist á en lokatölur 1-1.FT Wales 1-1 Croatia Croatia stay top of the group, whilst Ryan Giggs' side are still in contention. Reaction https://t.co/hBK8Ltve17#bbcfootballpic.twitter.com/dSOnM7NNzr — BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2019 Króatía er á toppi riðilsins með fjórtán stig en Wales er í 4. sætinu með átta stig. Wales þarf að vinna síðustu tvo leiki sína (gegn Azerbaídsjan og Unverjalandi) til að tryggja sér á EM 2020.