Fótbolti

Hamrén: Erfitt að kyngja þessu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erik Hamrén var stoltur af framlagi íslensku leikmannanna í 1-0 tapinu fyrir Frökkum í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

„Ég er stoltur af leikmönnunum. Þeir sýndu þann karakter og þau gæði sem þarf gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Ég er mjög vonsvikinn með úrslitin,“ sagði Erik Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok í kvöld.

Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu sem var nokkuð umdeild, sumum stuðningsmönnum Íslands fannst Antoine Griezmann fara nokkuð auðveldlega niður í teignum.

„Mér fannst þetta ekki vera víti, horfði á þetta í litlum skjá á hliðarlínunni og sá hann (Ara Frey Skúlason) ekki fara í hann. En ég hef heyrt að þetta hafi kannski verið víti, þó það hafi ekki litið þannig út frá því þar sem ég stóð.“

„Ef þetta er víti þá er þetta víti, en það er erfitt að kyngja þessu.“

„Ég er stoltur af vinnunni sem við erum að leggja í leikinn, við erum að gera okkar besta og það er ekki hægt að biðja um meira. Ég er mjög stoltur en mjög vonsvikinn.“

Tyrkir unnu leik sinn við Albana svo Ísland þarf á hjálp Frakka að halda í riðlinum.

„Ef við vinnum síðustu þrjá leikina og fáum hjálp frá Frökkum, ef þeir vinna Tyrki, þá förum við áfram. Möguleikinn er enn fyrir hendi, en við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Erik Hamrén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×