Fótbolti

Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

„Við skildum ekki mikið eftir á vellinum í dag. Við hefðum átt skilið að minnsta kosti eitt stig finnst mér,“ sagði miðvörðurinn við Henry Birgi Gunnarsson á Laugardalsvelli.

„Giroud er stór og sterkur og hinn (Antoine Griezmann) er líflegur í kringum hann. Þú færð ekki mikið betra samspil tveggja framherja en þeirra tveggja.“

„Við höfum átt við þá áður og vitum núna hvernig þeir spila.“

„Þeir eiga varla skot á markið í fyrri hálfleik en eru mikið með boltann. Við hefðum átt að beita skyndisóknunum betur.“

Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Vítaspyrnan er nokkuð umdeild meðal stuðningsmanna Íslands.

„Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér fannst þetta svolítið soft. Mér heyrist að það hafi verið snerting en hann dettur seint,“ sagði Kári um dóminn.

„Að sjálfsögðu gefur Ítali nágranna sínum víti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×