Deschamps hæstánægður með þrjú stig gegn mjög góðu íslensku liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:38 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn