Rúnar Már: Þetta verða nokkrar vikur hjá mér Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. október 2019 22:22 Rúnar í baráttunni við Kingsley Coman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
„Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37
Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05