Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. október 2019 08:30 "Saga bróður míns er í raun eymdarsaga,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir. Bróðir hennar er Þorsteinn Halldórsson sem situr í fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot. Fréttablaðið/Anton Karen Halldórsdóttir segist hafa verið lengi hugsi um hvort hún ætti að segja sögu bróður síns. „Að lokum fannst mér nauðsynlegt að stíga fram til að vekja athygli á þessum hópi aðstandenda brotamanna sem hingað til hefur verið þögn um og enginn ræðir. Saga bróður míns er í raun eymdarsaga,“ segir Karen um Þorstein Halldórsson, sem var dæmdur fyrir rúmu ári fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt til sín dreng með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn síðasta vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að sök gegn barni. Meint brot voru framin bæði fyrir og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Í síðustu viku var fjallað um upplifun aðstandanda þolanda kynferðisofbeldis. Móður sem skrifaði opið bréf til dómsmálaráðherra vegna dóttur sinnar sem hafði orðið fyrir alvarlegu ofbeldi en upplifði fjandsamlegt viðmót hjá lögreglu. Lögregla brást hratt og örugglega við og tilkynnti að ráðinn yrði sálfræðingur til rannsóknardeildar.Nú er sjónum beint að upplifun aðstandenda kynferðisbrotamanna sem upplifa mikla skömm og erfiðleika. Með umfjölluninni vilja aðstandendur Þorsteins ekki skyggja á neyð þolenda ofbeldis og þörf þeirra fyrir aðstoð og úrræði og finnst erfitt og flókið að stíga fram. Karen tók af skarið úr þeirra hópi.Lánlaus „Alveg frá því að ég man eftir mér hefur hann verið öðruvísi og okkur samdi sjaldan. Hann er 14 árum eldri en ég,“ segir Karen en Þorsteinn er á sextugsaldri. „Hann flutti seint að heiman, hann átti ekki margar kærustur en að lokum kynntist hann ungri yndislegri konu sem átti einn lítinn son, tæplega tveggja ára strák sem við tókum fagnandi inn í fjölskylduna. Þau saman eignuðust svo þrjú börn með skömmu millibili. Það var mikið basl á þeim strax, bróðir minn var er afar sérlundaður. Þau þurftu reglulega aðstoð og mikið gekk á í heimilishaldinu,“ segir Karen. Konan hafi að lokum farið frá honum. „Það varð mikið los á börnunum við þetta. Árin liðu, bróðir minn átti einhver kærustusambönd sem vörðu skammt og alltaf var bras á honum varðandi að halda vinnu,“ segir Karen og segir bróður sinn hafa haft andfélagslegt viðhorf til vinnu. „Hann sá sig alltaf sem eitthvað merkilegra en það sem honum bauðst miðað við reynslu og aðstæður,“ segir Karen sem segist samt hafa fundið til með honum. „Hann var lánlaus og allt sem hann gerði einhvern veginn mislukkaðist.“„Svo gerist það fyrir rúmlega tveimur árum að Þorsteinn hverfur,“ segir Karen og segir dóttur hans hafa beðið sig um hjálp við að finna hann. Það kom síðar í ljós að þá var hann í gæsluvarðhaldi.Miklir erfiðleikar Ógæfan dundi yfir fjölskyldu Þorsteins. Barnsmóðir hans dó sviplega fyrir aldur fram frá fjórum börnum. „Yngsta barnið þeirra var 14 ára gamalt, sá elsti var 25 ára. Þau voru auðvitað miður sín og ekki var hægt að sjá að bróðir minn gæti hlúð almennilega að þeim. Að lokum treystu börnin hans helst á þann elsta í hópnum sem bjó í Sviss með unnustu sinni og barnungum syni. Hann var þeirra klettur og þau voru afskaplega náin, sérstaklega eftir fráfall móður þeirra. En því miður þá fyrirfór hann sér. Heimurinn einfaldlega hrundi og allt varð svart. Á þessum tímapunkti skildi ég ekki hvernig systkinin gætu haldið áfram með sitt eigið líf, sorgin var svo mikil. Blóðfaðir þessa drengs tók einnig sitt eigið líf eftir þetta.“ Karen segir hvert og eitt barnanna hafa verið í mikilli örvæntingu. „Og þau reyndu að deyfa sársauka sinn með hverri þeirri leið sem virkaði. Ég get sagt af reynslu að geðdeild Landspítalans er engan veginn fjármögnuð nægilega til þess að taka á móti þeim fjölda sem þangað leitar. Ég held að við séum öll sammála um að meðferðarúrræði eru löngu sprungin og íslenskt samfélag treystir sífellt meira og meira á sjálfsprottin félaga- og stuðningssamtök heldur en eðlilegt er. Kannski þarf betra samstarf geðdeildar og slíkra samtaka. Þau gætu til að mynda unnið nánar saman.“ Fjölskyldan grunlaus „Svo gerist það fyrir rúmlega tveimur árum að Þorsteinn hverfur,“ segir Karen og segir dóttur hans hafa beðið sig um hjálp við að finna hann. „Og við ásamt foreldrum mínum förum að leita að honum. Mamma og pabbi mæta upp á lögreglustöð og fá engin svör. Helst óttuðumst við að hann hefði keyrt í sjóinn. Ég fékk ráðleggingar frá vinkonu minni um að hringja aftur upp á lögreglustöð og gefa mig ekki í símanum fyrr en ég fengi einhver svör.“ Karen fékk að lokum þau svör frá lögreglunni að hann væri í haldi. „Og í einfeldni minni spurði ég hvort hann hefði verið tekinn fullur á bíl, mér datt ekkert annað í hug. En nei, þessi ágæti lögreglumaður sagði mér að sakirnar væru mun alvarlegri en það.“ Fjölskyldan var alveg grunlaus um brot Þorsteins. Karen hringdi og spurðist fyrir í kunningjahópi bróður síns. Hún fékk engin svör frá þeim en fann að eitthvað var ósagt.„Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að þurfa að mæta þeim öllum saman, horfa í augu þeirra og tilkynna þeim að pabbi þeirra væri í gæsluvarðhaldi fyrir alvarleg kynferðisbrot.“Fréttablaðið/AntonErfiðasta verkefni lífsins Karen er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og eitt kvöldið fékk hún heimsókn frá félaga sínum. „Hann biður mig að setjast niður. Þessari stund gleymi ég aldrei. Hann sagði mér frá máli, sem hann vissi að tengdist bróður mínum og varðaði nálgunarbann sem hann átti að hafa fengið á sig vegna kynferðisbrots og að drengurinn væri mjög ungur. Ég gjörsamlega fraus og gat ekki meðtekið hvað sagt var. Ofan á þetta komst ég að því að þetta mál hefði verið rætt innan Sjálfstæðisflokksins í smá tíma og ég upplifði mikil svik, að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr og mögulega þá getað komið í veg fyrir það sem gerðist seinna.“ Nálgunarbönnin sem voru sett á Þorstein leiddu að lokum til þess að hann var handtekinn fyrir að hafa nauðgað drengnum á gistiheimili. „Eftir þetta tók við ofsalega snúinn tími. Ég þurfti að hafa samband við hina bræður mína sem einfaldlega trúðu þessu ekki. Að lokum fengum við staðfestingu á þessu og þá tók við það verkefni að segja foreldrum okkar og börnunum hans frá,“ segir Karen og segir það verkefni hafa verið það erfiðasta sem hún hafi tekið að sér allt sitt líf. „Börnin hans höfðu fram að þessu þolað mikið meira en nóg. Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að þurfa að mæta þeim öllum saman, horfa í augu þeirra og tilkynna þeim að pabbi þeirra væri í gæsluvarðhaldi fyrir alvarleg kynferðisbrot. Ég man bara brot af viðbrögðum þeirra við þessu, en einna helst man ég að það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra. Grátur, vantrú, sorg, reiði, allt í einu og á sömu mínútunni.“ Firrt umræða um flokkinn Við tók erfiður tími þar sem fjölskyldan upplifði skömm, sorg og viðbjóð á því sem Þorsteinn hafði gert. „Við tók óendanlega furðulegur tími. Ég er starfandi í stjórnmálum, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Mér fannst allir vera að tala um mig, hver sundferð, hver búðarferð og ráðstefna var kvöl og pína. Ég upplifði svo mikla skömm og sorg, og um leið svo mikinn viðbjóð á því sem hann hafði gert. Ég er eins og allir aðrir í þessu samfélagi, hef aldrei haft umburðarlyndi fyrir þeim sem brjóta á börnum og alltaf haft skömm á þeim sem svo gera. Ég á tvær dætur og sem foreldri get ég aldrei samþykkt ofbeldi á börnum í hvaða mynd sem það kemur. Ég hef setið í barnavernd og velferðarráði og alltaf látið mig velferð barna varða og barist fyrir réttindum þeirra. Allt í einu var ég tengd brotamanni gegn börnum og umræðan um Sjálfstæðisflokkinn blandaðist alltaf einhverra hluta vegna inn í þetta. Eins og þar væri eitthvert skjól fyrir slíka menn frekar en annars staðar, algerlega firrt umræða en fór mikinn á þessum tíma,“ segir Karen og segir fjölskylduna einnig hafa orðið undrandi á því að Þorsteinn hefði verið fær um að beita svona miklu ofbeldi.Erfiðar tilfinningar „Skyndilega hafði lífi mínu og allra í kringum mig verið snúið á hvolf. Við vorum öll orðin aðstandendur kynferðisbrotamanns. Sem hafði meitt og misnotað dreng sem var þá á svipuðu reki og mín börn. Tilfinningarússibaninn var svakalegur, þetta er auðvitað maður sem ég hef þekkt alla mína ævi og aldrei þekkt að því að vera vondur maður sem gat beitt aðra valdi eða ofbeldi, miklu frekar sem undirmálsmann.“ Lýsingarnar á brotum Þorsteins voru oft í fréttum og ollu miklum sársauka og togstreitu. „Umræðan versnaði eins og alltaf í svona málum, lýsingarnar á brotunum voru alls staðar og fylltu mann viðbjóði um leið og það togaðist á innra með mér væntumþykja fyrir bróður mínum. Ég reyndi að einbeita mér að því að styðja börnin hans eins og ég gat. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig þeim leið í gegnum þetta. Þau hrösuðu, mikið og alvarlega. Stöðugar áminningar um brot pabba þeirra urðu til þess að þau fóru ekki vel með sig og gátu ekki auðveldlega höndlað daglegt líf. Dætur mínar frusu í kringum umræðu í skólanum sínum þar sem þetta mál var rætt. Þær vissu ekki hvort þær ættu að hlaupa út eða gráta þegar þetta tiltekna perra-mál var rætt innan skólaveggja. Hins vegar var þessi tiltekni perri bróðir mömmu þeirra og þær einfaldlega vissu ekki hvernig þær áttu að bregðast við.“ Kvíða framtíðinni Karen segir fjölskylduna ráðalausa og að hún myndi þurfa ríkan stuðning til að takast á við áfallið og ráð til að umgangast Þorstein. „Ég er óendanlega þakklát fyrir alla mína vini sem studdu mig í þessu máli, sem þreyttust aldrei á að segja mér að ég gæti ekki borið ábyrgð á gjörðum hans eða annarra. Hins vegar situr maður alltaf uppi með þessar klofnu tilfinningar sem einkennast af viðbjóði á glæpnum og á viðkomandi sem er maður sem manni hefur alltaf þótt vænt um. Þetta hefur tekið mikið á foreldra mína, sem eru yfir áttrætt og hafa átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár.“ Samskiptin við Þorstein segir Karen reyna mikið á. „Hann var að lokum dæmdur til fangelsisvistar sem maður vonar að sé betrunarvist. En ég hef heimsótt hann tvisvar og það gekk ekki. Í seinna skiptið lenti okkur illa saman þar sem ég gat ekki fellt mig við hans skýringar á því sem hafði gerst. Móðir mín á níræðisaldri reyndi að stía okkur í sundur. Ég sit alltaf uppi með það að sem foreldri get ég ekki sætt mig við þetta. Ég hef mikinn skilning á aðstæðum og viðhorfi foreldra drengsins til bróður míns. Þau missa drenginn sinn í neyslu og svo kemur einhver svona karl og misnotar bágar aðstæður hans. Dómsvaldið ákvað örlög hans. Hann situr inni en við hin, sem höfum hingað til borið sorg okkar í hljóði, kvíðum framtíðinni. Þetta er einfaldlega ekki sá maður sem ég ólst upp með og taldi mig þekkja alla ævi. Hvernig höfðum við brugðist honum? Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta, hafði verið brotið á honum sem barni? Endalausar spurningar sem hringsnúast í hausnum á okkur öllum sem að honum stöndum. Þetta hefur lent misþungt á okkur, annar bróðir minn hefur borið hitann og þungann af samskiptum við hann og einnig eru auðvitað börnin hans buguð á hverjum degi.“Fjöldi kynferðisbrota sem eru tilkynnt til lögreglu á hverju ári gefur vísbendingu um fjölda kynferðisbrotamanna. Þessum tilkynningum tengjast þolendur og aðstandendur. Hvert brot hefur víðtækar afleiðingar á líðan fjölda fólks.Vantar stuðning Karen segir einfaldar spurningar verða flóknar. Eins og til dæmis: Verður hann velkominn á heimili mitt þegar hann losnar? Mun ég einhvern tímann geta skilið hann eða af hverju gerði hann þetta? Hvað verður um hann?Hvaða aðstoð myndir þú vilja að Þorsteinn fengi?„Það er flókið því fyrst og fremst þarf fólk að vilja hjálp til að hún virki. En það væri gott að þvinga viðkomandi, sem væri þá hluti af betrunarvistinni, í einhvers konar meðferðarúrræði. Það gæti jafnvel komið til mildunar dóms ef þeir sýna miklar framfarir og skilning á sínum afbrotum í slíku ferli. Nú eða þyngingar ef engin iðrun eða skilningur á sér stað.“En til barna hans, hvaða aðstoð hefðu þau þurft að fá?„Ég varð mjög hugsi í þessu ferli um hvort það væri að finna einhverja aðstoð fyrir aðstandendur brotamanna. Slíkt þekkjum við vel í öðrum tilfellum þegar áföll verða. Ég hafði samband við Fangelsismálastofnun til þess að kanna með einhvers konar stuðningsnet en mér var tjáð að slíkt hefði verið til staðar en ekki gengið upp. Það má nefnilega segja að við sem stöndum að brotamönnum á Íslandi lifum í skugganum af skömminni og sorginni sem einstaklingar okkur nánir hafa skapað með brotum sínum. Við getum leitað til sálfræðinga og unnið úr sorginni þannig hvert í sínu lagi. Hins vegar er það þannig að þetta hverfur ekki og enginn getur skilið hvað maður er að ganga í gegnum nema þeir sem standa sjálfir í sömu sporum. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að það er allra mikilvægast að styðja við fórnarlömb ofbeldis og þeirra fjölskyldur. Ég er einfaldlega að benda á annan hóp sem fær ekki mikla athygli eða skilning,“ segir Karen sem telur að það hefði gagnast börnum Þorsteins að þeim hefði verið vísað strax til fagaðila. „Sem hefði getað leitt þau í gegnum á hverju þau ættu von á næstu mánuðum. Þau hefðu þurft víðtæka aðstoð, félagslega, sálræna og fjárhagslega,“ segir Karen sem segir að það myndi líka gagnast að fá fræðslu um eðli brota af þessu tagi en hún þyrfti að fara fram í sérstöku úrræði fyrir hverja fjölskyldu. Börn Þorsteins líða sálarkvalir fyrir brot hans og Karen segist vona að fólk átti sig á þessum veruleika aðstandenda áður en það fellir dóma. „Í kringum brotamenn eru börn sem ganga með veggjum og horfa niður og biðja til guðs að enginn taki eftir þeim eða viti hver er skyldur þeim.“Einstaklingar í afplánun hafa aðgang að einstaklingsmeðferð sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“ (GLM).Engin sérstök úrræði fyrir aðstandendur Meðferð í fangelsum er einn þáttur af mörgum í að laga kynferðisbrotamenn aftur að samfélaginu og draga úr hættu á síbrotum. „Það er mikilvægt að samfélagið sé einnig tilbúið að taka á móti einstaklingum þegar afplánun lýkur,“ segir Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun. Fangelsismálastofnun býr ekki yfir sérstökum úrræðum fyrir aðstandendur kynferðisbrotamanna. En veitir ráðgjöf í samvinnu við fangann eftir aðstæðum. „Við stöndum ekki fyrir neinni sérstakri ráðgjöf en vísum í þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu eftir því hvað á við. Við veitum aðstandendum ráðgjöf í samvinnu við fangann en einnig veitum við almennar upplýsingar,“ segir Sólveig. „Það eru til ýmis úrræði í samfélaginu sem taka á einhverjum af þessum þáttum. Svo eru einnig sjálfstætt starfandi sálfræðingar.“ Hvað varðar einstaklingsmeðferð fyrir kynferðisbrotamenn í afplánun segir Sólveig oft forsenduna vera að þeir vilji þiggja hana. „Þetta getur oft verið langtímaferli og reynum við eftir því sem við best getum að vekja upp áhuga fólks á að nýta sér meðferð. Hins vegar á reynslulausnartíma getum við sett sérskilyrði sem meðal annars taka mið af því að einstaklingur þarf að mæta í viðtöl,“ segir Sólveig og skýrir betur meðferðarúrræðin sem eru í boði á Íslandi.The Good Lives Model „Einstaklingar í afplánun hafa aðgang að einstaklingsmeðferð sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“ (GLM). Í réttarvörslukerfinu er einnig meðal annars notast við RNR-módelið (Risk – Need – Responsivity). RNR metur þætti, með einstaklingsbundnum hætti, sem spá fyrir um brotahegðun. GLM er líkan sem er hannað með afbrotahegðun í huga, það er, að GLM telur að brotatengd hegðun einstaklingsins sé tilkomin vegna þess að hann er að sækja sér grunnþarfir eða gildi á óæskilegan máta. Dæmi um óæskilega leið sem sumir velja til að uppfylla grunngildi svo sem tilfinningastjórn er að nota vímuefni eða kynferðislega útrás sem bjargráð. Í GLM eru taldir upp tíu þættir sem einkenna grunngildi manneskjunnar, en þau eru: Heilsa og líkamleg vellíðan, þekking og færni, innri friður, tilfinningastjórn, náin tengsl, sjálfstæði og trú á eigin getu, að tilheyra, gleði, sköpunarhæfni og tilgangur í lífinu. Í GLM er byggt ofan á styrkleika einstaklingsins sem hafa áhrif á hvernig hann getur nýtt sér þá til að ná settum markmiðum með félagslega viðurkenndum leiðum,“ skýrir Sólveig og segir hugræna atferlismeðferð einnig gefa árangur. HAM árangursríkt „HAM er það meðferðarform sem rannsóknir sýna að hefur náð hvað bestum árangri til að ná og viðhalda bata á ýmsum geðrænum vanda, svo sem þunglyndi, vímuefnavanda, kvíða og ýmsum tegundum fælni. Í HAM er unnið út frá hugrænni og atferlislegri nálgun. Markmiðið er að einstaklingurinn auki innsýn í áhrif hugsana á tilfinningar og hegðun, það er, samspil hugsana, tilfinninga og hegðunar er skoðað. Tilgangurinn er að efla, meðal annars, eigin stjórn, auka getu til að sjá hluti frá öðrum sjónarhornum, bregðast við á meðvitaðri máta, aðstoða einstaklinga að þekkja og varast tilteknar aðstæður og bera kennsl á hugsanir sem fela í sér aukna hættu, þannig að þeir fremji ekki brot að nýju,“ segir hún. Sólveig segir markmið inngripa og meðferðar vera að einstaklingar geti betur borið kennsl á þætti sem tengjast afbrotahegðun og geti sett það í samhengi við eigin hegðun. „Einnig að efla getu dómþola til að takast á við aðstæður, sálræna og félagslega þætti sem auka líkur á brotatengdri hegðun. Þá er mikilvægt að huga einnig að þáttum sem draga úr líkum á brotum, það er þeim styrkleikum sem einstaklingurinn býr yfir.“ Hún segir þessa verndandi þætti geta verið ýmiss konar. „Að stunda nám eða vinnu, uppbyggileg áhugamál, vinátta, sjálfsstjórn, markmiðasetning, þrautseigja, lausnamiðuð nálgun og að geta rætt um vandamál.“ Þá geti jákvæð og stöðug samskipti við aðstandendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir haft góð áhrif.Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun.Verndandi aðgerðir stundum nauðsynEn hvað ef aðstandendur geta ekki átt jákvæð samskipti við brotamann? Eða telja það jafnvel ekki öruggt?„Eins og við vitum þá er það ekki alltaf þannig gagnvart öllum aðstandendum. Hins vegar getur brotamaður átt marga aðstandendur með mismunandi tengsl og í einhverjum tilfellum getur forsenda verið til staðar. Tengsl við sína nánustu er fyrir marga mikilvægur þáttur í góðum lífsgæðum.“ Sólveig segir að það geti líka reynst nauðsynlegt að grípa til svokallaðra verndandi aðgerða. „Til dæmis í því að virkja dómþola til athafna sem tengjast ekki brotum, forða honum frá aðstæðum sem geta kveikt á gömlum hegðunarmynstrum, þá einkum brotahegðun. Auka færni í að sjá fyrir sér afleiðingar brotahegðunar sem eru neikvæðar. Hafa áhrif á þætti sem tengjast viðhorfum, aðstæðum eða hegðun sem hefur áhrif á brotahegðun.“ Hún bendir á að breytilegir áhættuþættir geti sveiflast hratt, jafnvel innan daga eða klukkustunda. Og eykst hættan sem af dómþola stafar á slíkum tímapunktum. „Í þessu samhengi má nefna neyslu, samskiptavanda eða húsnæðis- eða atvinnumissi.“ Stundum sett skilyrði og haft eftirlit Sólveig segir að stundum séu sett skilyrði í meðferð þegar þörf er talin á að minnka líkur á frekari brotahegðun. „Getur þetta til að mynda verið takmörkun á því í hvaða fangelsi dómþoli afplánar eða hver skilyrði reynslulausnar eru með hliðsjón af áhættuþáttum. Dæmi um skilyrði eru til að mynda að mega ekki; umgangast ákveðna einstaklinga, vinna ákveðna vinnu eða búa á tilteknum stöðum. Skilyrði þessi þurfa að vera einstaklingsmiðuð, sanngjörn, réttlætanleg og raunhæf svo hægt sé að fylgja þeim eftir.“ Þá þurfi stundum eftirlit, eftir aðstæðum. „Svo sem rafrænt eftirlit, upplýsingagjöf til lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu eða annarra opinberra aðila sem að málinu koma. Hér er verið að reyna að draga úr kveikjum í umhverfinu og tækifærum, til dæmis með því að takmarka aðgang þeirra að ákveðnum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Karen Halldórsdóttir segist hafa verið lengi hugsi um hvort hún ætti að segja sögu bróður síns. „Að lokum fannst mér nauðsynlegt að stíga fram til að vekja athygli á þessum hópi aðstandenda brotamanna sem hingað til hefur verið þögn um og enginn ræðir. Saga bróður míns er í raun eymdarsaga,“ segir Karen um Þorstein Halldórsson, sem var dæmdur fyrir rúmu ári fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt til sín dreng með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn síðasta vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að sök gegn barni. Meint brot voru framin bæði fyrir og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Í síðustu viku var fjallað um upplifun aðstandanda þolanda kynferðisofbeldis. Móður sem skrifaði opið bréf til dómsmálaráðherra vegna dóttur sinnar sem hafði orðið fyrir alvarlegu ofbeldi en upplifði fjandsamlegt viðmót hjá lögreglu. Lögregla brást hratt og örugglega við og tilkynnti að ráðinn yrði sálfræðingur til rannsóknardeildar.Nú er sjónum beint að upplifun aðstandenda kynferðisbrotamanna sem upplifa mikla skömm og erfiðleika. Með umfjölluninni vilja aðstandendur Þorsteins ekki skyggja á neyð þolenda ofbeldis og þörf þeirra fyrir aðstoð og úrræði og finnst erfitt og flókið að stíga fram. Karen tók af skarið úr þeirra hópi.Lánlaus „Alveg frá því að ég man eftir mér hefur hann verið öðruvísi og okkur samdi sjaldan. Hann er 14 árum eldri en ég,“ segir Karen en Þorsteinn er á sextugsaldri. „Hann flutti seint að heiman, hann átti ekki margar kærustur en að lokum kynntist hann ungri yndislegri konu sem átti einn lítinn son, tæplega tveggja ára strák sem við tókum fagnandi inn í fjölskylduna. Þau saman eignuðust svo þrjú börn með skömmu millibili. Það var mikið basl á þeim strax, bróðir minn var er afar sérlundaður. Þau þurftu reglulega aðstoð og mikið gekk á í heimilishaldinu,“ segir Karen. Konan hafi að lokum farið frá honum. „Það varð mikið los á börnunum við þetta. Árin liðu, bróðir minn átti einhver kærustusambönd sem vörðu skammt og alltaf var bras á honum varðandi að halda vinnu,“ segir Karen og segir bróður sinn hafa haft andfélagslegt viðhorf til vinnu. „Hann sá sig alltaf sem eitthvað merkilegra en það sem honum bauðst miðað við reynslu og aðstæður,“ segir Karen sem segist samt hafa fundið til með honum. „Hann var lánlaus og allt sem hann gerði einhvern veginn mislukkaðist.“„Svo gerist það fyrir rúmlega tveimur árum að Þorsteinn hverfur,“ segir Karen og segir dóttur hans hafa beðið sig um hjálp við að finna hann. Það kom síðar í ljós að þá var hann í gæsluvarðhaldi.Miklir erfiðleikar Ógæfan dundi yfir fjölskyldu Þorsteins. Barnsmóðir hans dó sviplega fyrir aldur fram frá fjórum börnum. „Yngsta barnið þeirra var 14 ára gamalt, sá elsti var 25 ára. Þau voru auðvitað miður sín og ekki var hægt að sjá að bróðir minn gæti hlúð almennilega að þeim. Að lokum treystu börnin hans helst á þann elsta í hópnum sem bjó í Sviss með unnustu sinni og barnungum syni. Hann var þeirra klettur og þau voru afskaplega náin, sérstaklega eftir fráfall móður þeirra. En því miður þá fyrirfór hann sér. Heimurinn einfaldlega hrundi og allt varð svart. Á þessum tímapunkti skildi ég ekki hvernig systkinin gætu haldið áfram með sitt eigið líf, sorgin var svo mikil. Blóðfaðir þessa drengs tók einnig sitt eigið líf eftir þetta.“ Karen segir hvert og eitt barnanna hafa verið í mikilli örvæntingu. „Og þau reyndu að deyfa sársauka sinn með hverri þeirri leið sem virkaði. Ég get sagt af reynslu að geðdeild Landspítalans er engan veginn fjármögnuð nægilega til þess að taka á móti þeim fjölda sem þangað leitar. Ég held að við séum öll sammála um að meðferðarúrræði eru löngu sprungin og íslenskt samfélag treystir sífellt meira og meira á sjálfsprottin félaga- og stuðningssamtök heldur en eðlilegt er. Kannski þarf betra samstarf geðdeildar og slíkra samtaka. Þau gætu til að mynda unnið nánar saman.“ Fjölskyldan grunlaus „Svo gerist það fyrir rúmlega tveimur árum að Þorsteinn hverfur,“ segir Karen og segir dóttur hans hafa beðið sig um hjálp við að finna hann. „Og við ásamt foreldrum mínum förum að leita að honum. Mamma og pabbi mæta upp á lögreglustöð og fá engin svör. Helst óttuðumst við að hann hefði keyrt í sjóinn. Ég fékk ráðleggingar frá vinkonu minni um að hringja aftur upp á lögreglustöð og gefa mig ekki í símanum fyrr en ég fengi einhver svör.“ Karen fékk að lokum þau svör frá lögreglunni að hann væri í haldi. „Og í einfeldni minni spurði ég hvort hann hefði verið tekinn fullur á bíl, mér datt ekkert annað í hug. En nei, þessi ágæti lögreglumaður sagði mér að sakirnar væru mun alvarlegri en það.“ Fjölskyldan var alveg grunlaus um brot Þorsteins. Karen hringdi og spurðist fyrir í kunningjahópi bróður síns. Hún fékk engin svör frá þeim en fann að eitthvað var ósagt.„Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að þurfa að mæta þeim öllum saman, horfa í augu þeirra og tilkynna þeim að pabbi þeirra væri í gæsluvarðhaldi fyrir alvarleg kynferðisbrot.“Fréttablaðið/AntonErfiðasta verkefni lífsins Karen er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og eitt kvöldið fékk hún heimsókn frá félaga sínum. „Hann biður mig að setjast niður. Þessari stund gleymi ég aldrei. Hann sagði mér frá máli, sem hann vissi að tengdist bróður mínum og varðaði nálgunarbann sem hann átti að hafa fengið á sig vegna kynferðisbrots og að drengurinn væri mjög ungur. Ég gjörsamlega fraus og gat ekki meðtekið hvað sagt var. Ofan á þetta komst ég að því að þetta mál hefði verið rætt innan Sjálfstæðisflokksins í smá tíma og ég upplifði mikil svik, að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr og mögulega þá getað komið í veg fyrir það sem gerðist seinna.“ Nálgunarbönnin sem voru sett á Þorstein leiddu að lokum til þess að hann var handtekinn fyrir að hafa nauðgað drengnum á gistiheimili. „Eftir þetta tók við ofsalega snúinn tími. Ég þurfti að hafa samband við hina bræður mína sem einfaldlega trúðu þessu ekki. Að lokum fengum við staðfestingu á þessu og þá tók við það verkefni að segja foreldrum okkar og börnunum hans frá,“ segir Karen og segir það verkefni hafa verið það erfiðasta sem hún hafi tekið að sér allt sitt líf. „Börnin hans höfðu fram að þessu þolað mikið meira en nóg. Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að þurfa að mæta þeim öllum saman, horfa í augu þeirra og tilkynna þeim að pabbi þeirra væri í gæsluvarðhaldi fyrir alvarleg kynferðisbrot. Ég man bara brot af viðbrögðum þeirra við þessu, en einna helst man ég að það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra. Grátur, vantrú, sorg, reiði, allt í einu og á sömu mínútunni.“ Firrt umræða um flokkinn Við tók erfiður tími þar sem fjölskyldan upplifði skömm, sorg og viðbjóð á því sem Þorsteinn hafði gert. „Við tók óendanlega furðulegur tími. Ég er starfandi í stjórnmálum, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Mér fannst allir vera að tala um mig, hver sundferð, hver búðarferð og ráðstefna var kvöl og pína. Ég upplifði svo mikla skömm og sorg, og um leið svo mikinn viðbjóð á því sem hann hafði gert. Ég er eins og allir aðrir í þessu samfélagi, hef aldrei haft umburðarlyndi fyrir þeim sem brjóta á börnum og alltaf haft skömm á þeim sem svo gera. Ég á tvær dætur og sem foreldri get ég aldrei samþykkt ofbeldi á börnum í hvaða mynd sem það kemur. Ég hef setið í barnavernd og velferðarráði og alltaf látið mig velferð barna varða og barist fyrir réttindum þeirra. Allt í einu var ég tengd brotamanni gegn börnum og umræðan um Sjálfstæðisflokkinn blandaðist alltaf einhverra hluta vegna inn í þetta. Eins og þar væri eitthvert skjól fyrir slíka menn frekar en annars staðar, algerlega firrt umræða en fór mikinn á þessum tíma,“ segir Karen og segir fjölskylduna einnig hafa orðið undrandi á því að Þorsteinn hefði verið fær um að beita svona miklu ofbeldi.Erfiðar tilfinningar „Skyndilega hafði lífi mínu og allra í kringum mig verið snúið á hvolf. Við vorum öll orðin aðstandendur kynferðisbrotamanns. Sem hafði meitt og misnotað dreng sem var þá á svipuðu reki og mín börn. Tilfinningarússibaninn var svakalegur, þetta er auðvitað maður sem ég hef þekkt alla mína ævi og aldrei þekkt að því að vera vondur maður sem gat beitt aðra valdi eða ofbeldi, miklu frekar sem undirmálsmann.“ Lýsingarnar á brotum Þorsteins voru oft í fréttum og ollu miklum sársauka og togstreitu. „Umræðan versnaði eins og alltaf í svona málum, lýsingarnar á brotunum voru alls staðar og fylltu mann viðbjóði um leið og það togaðist á innra með mér væntumþykja fyrir bróður mínum. Ég reyndi að einbeita mér að því að styðja börnin hans eins og ég gat. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig þeim leið í gegnum þetta. Þau hrösuðu, mikið og alvarlega. Stöðugar áminningar um brot pabba þeirra urðu til þess að þau fóru ekki vel með sig og gátu ekki auðveldlega höndlað daglegt líf. Dætur mínar frusu í kringum umræðu í skólanum sínum þar sem þetta mál var rætt. Þær vissu ekki hvort þær ættu að hlaupa út eða gráta þegar þetta tiltekna perra-mál var rætt innan skólaveggja. Hins vegar var þessi tiltekni perri bróðir mömmu þeirra og þær einfaldlega vissu ekki hvernig þær áttu að bregðast við.“ Kvíða framtíðinni Karen segir fjölskylduna ráðalausa og að hún myndi þurfa ríkan stuðning til að takast á við áfallið og ráð til að umgangast Þorstein. „Ég er óendanlega þakklát fyrir alla mína vini sem studdu mig í þessu máli, sem þreyttust aldrei á að segja mér að ég gæti ekki borið ábyrgð á gjörðum hans eða annarra. Hins vegar situr maður alltaf uppi með þessar klofnu tilfinningar sem einkennast af viðbjóði á glæpnum og á viðkomandi sem er maður sem manni hefur alltaf þótt vænt um. Þetta hefur tekið mikið á foreldra mína, sem eru yfir áttrætt og hafa átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár.“ Samskiptin við Þorstein segir Karen reyna mikið á. „Hann var að lokum dæmdur til fangelsisvistar sem maður vonar að sé betrunarvist. En ég hef heimsótt hann tvisvar og það gekk ekki. Í seinna skiptið lenti okkur illa saman þar sem ég gat ekki fellt mig við hans skýringar á því sem hafði gerst. Móðir mín á níræðisaldri reyndi að stía okkur í sundur. Ég sit alltaf uppi með það að sem foreldri get ég ekki sætt mig við þetta. Ég hef mikinn skilning á aðstæðum og viðhorfi foreldra drengsins til bróður míns. Þau missa drenginn sinn í neyslu og svo kemur einhver svona karl og misnotar bágar aðstæður hans. Dómsvaldið ákvað örlög hans. Hann situr inni en við hin, sem höfum hingað til borið sorg okkar í hljóði, kvíðum framtíðinni. Þetta er einfaldlega ekki sá maður sem ég ólst upp með og taldi mig þekkja alla ævi. Hvernig höfðum við brugðist honum? Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta, hafði verið brotið á honum sem barni? Endalausar spurningar sem hringsnúast í hausnum á okkur öllum sem að honum stöndum. Þetta hefur lent misþungt á okkur, annar bróðir minn hefur borið hitann og þungann af samskiptum við hann og einnig eru auðvitað börnin hans buguð á hverjum degi.“Fjöldi kynferðisbrota sem eru tilkynnt til lögreglu á hverju ári gefur vísbendingu um fjölda kynferðisbrotamanna. Þessum tilkynningum tengjast þolendur og aðstandendur. Hvert brot hefur víðtækar afleiðingar á líðan fjölda fólks.Vantar stuðning Karen segir einfaldar spurningar verða flóknar. Eins og til dæmis: Verður hann velkominn á heimili mitt þegar hann losnar? Mun ég einhvern tímann geta skilið hann eða af hverju gerði hann þetta? Hvað verður um hann?Hvaða aðstoð myndir þú vilja að Þorsteinn fengi?„Það er flókið því fyrst og fremst þarf fólk að vilja hjálp til að hún virki. En það væri gott að þvinga viðkomandi, sem væri þá hluti af betrunarvistinni, í einhvers konar meðferðarúrræði. Það gæti jafnvel komið til mildunar dóms ef þeir sýna miklar framfarir og skilning á sínum afbrotum í slíku ferli. Nú eða þyngingar ef engin iðrun eða skilningur á sér stað.“En til barna hans, hvaða aðstoð hefðu þau þurft að fá?„Ég varð mjög hugsi í þessu ferli um hvort það væri að finna einhverja aðstoð fyrir aðstandendur brotamanna. Slíkt þekkjum við vel í öðrum tilfellum þegar áföll verða. Ég hafði samband við Fangelsismálastofnun til þess að kanna með einhvers konar stuðningsnet en mér var tjáð að slíkt hefði verið til staðar en ekki gengið upp. Það má nefnilega segja að við sem stöndum að brotamönnum á Íslandi lifum í skugganum af skömminni og sorginni sem einstaklingar okkur nánir hafa skapað með brotum sínum. Við getum leitað til sálfræðinga og unnið úr sorginni þannig hvert í sínu lagi. Hins vegar er það þannig að þetta hverfur ekki og enginn getur skilið hvað maður er að ganga í gegnum nema þeir sem standa sjálfir í sömu sporum. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að það er allra mikilvægast að styðja við fórnarlömb ofbeldis og þeirra fjölskyldur. Ég er einfaldlega að benda á annan hóp sem fær ekki mikla athygli eða skilning,“ segir Karen sem telur að það hefði gagnast börnum Þorsteins að þeim hefði verið vísað strax til fagaðila. „Sem hefði getað leitt þau í gegnum á hverju þau ættu von á næstu mánuðum. Þau hefðu þurft víðtæka aðstoð, félagslega, sálræna og fjárhagslega,“ segir Karen sem segir að það myndi líka gagnast að fá fræðslu um eðli brota af þessu tagi en hún þyrfti að fara fram í sérstöku úrræði fyrir hverja fjölskyldu. Börn Þorsteins líða sálarkvalir fyrir brot hans og Karen segist vona að fólk átti sig á þessum veruleika aðstandenda áður en það fellir dóma. „Í kringum brotamenn eru börn sem ganga með veggjum og horfa niður og biðja til guðs að enginn taki eftir þeim eða viti hver er skyldur þeim.“Einstaklingar í afplánun hafa aðgang að einstaklingsmeðferð sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“ (GLM).Engin sérstök úrræði fyrir aðstandendur Meðferð í fangelsum er einn þáttur af mörgum í að laga kynferðisbrotamenn aftur að samfélaginu og draga úr hættu á síbrotum. „Það er mikilvægt að samfélagið sé einnig tilbúið að taka á móti einstaklingum þegar afplánun lýkur,“ segir Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun. Fangelsismálastofnun býr ekki yfir sérstökum úrræðum fyrir aðstandendur kynferðisbrotamanna. En veitir ráðgjöf í samvinnu við fangann eftir aðstæðum. „Við stöndum ekki fyrir neinni sérstakri ráðgjöf en vísum í þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu eftir því hvað á við. Við veitum aðstandendum ráðgjöf í samvinnu við fangann en einnig veitum við almennar upplýsingar,“ segir Sólveig. „Það eru til ýmis úrræði í samfélaginu sem taka á einhverjum af þessum þáttum. Svo eru einnig sjálfstætt starfandi sálfræðingar.“ Hvað varðar einstaklingsmeðferð fyrir kynferðisbrotamenn í afplánun segir Sólveig oft forsenduna vera að þeir vilji þiggja hana. „Þetta getur oft verið langtímaferli og reynum við eftir því sem við best getum að vekja upp áhuga fólks á að nýta sér meðferð. Hins vegar á reynslulausnartíma getum við sett sérskilyrði sem meðal annars taka mið af því að einstaklingur þarf að mæta í viðtöl,“ segir Sólveig og skýrir betur meðferðarúrræðin sem eru í boði á Íslandi.The Good Lives Model „Einstaklingar í afplánun hafa aðgang að einstaklingsmeðferð sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“ (GLM). Í réttarvörslukerfinu er einnig meðal annars notast við RNR-módelið (Risk – Need – Responsivity). RNR metur þætti, með einstaklingsbundnum hætti, sem spá fyrir um brotahegðun. GLM er líkan sem er hannað með afbrotahegðun í huga, það er, að GLM telur að brotatengd hegðun einstaklingsins sé tilkomin vegna þess að hann er að sækja sér grunnþarfir eða gildi á óæskilegan máta. Dæmi um óæskilega leið sem sumir velja til að uppfylla grunngildi svo sem tilfinningastjórn er að nota vímuefni eða kynferðislega útrás sem bjargráð. Í GLM eru taldir upp tíu þættir sem einkenna grunngildi manneskjunnar, en þau eru: Heilsa og líkamleg vellíðan, þekking og færni, innri friður, tilfinningastjórn, náin tengsl, sjálfstæði og trú á eigin getu, að tilheyra, gleði, sköpunarhæfni og tilgangur í lífinu. Í GLM er byggt ofan á styrkleika einstaklingsins sem hafa áhrif á hvernig hann getur nýtt sér þá til að ná settum markmiðum með félagslega viðurkenndum leiðum,“ skýrir Sólveig og segir hugræna atferlismeðferð einnig gefa árangur. HAM árangursríkt „HAM er það meðferðarform sem rannsóknir sýna að hefur náð hvað bestum árangri til að ná og viðhalda bata á ýmsum geðrænum vanda, svo sem þunglyndi, vímuefnavanda, kvíða og ýmsum tegundum fælni. Í HAM er unnið út frá hugrænni og atferlislegri nálgun. Markmiðið er að einstaklingurinn auki innsýn í áhrif hugsana á tilfinningar og hegðun, það er, samspil hugsana, tilfinninga og hegðunar er skoðað. Tilgangurinn er að efla, meðal annars, eigin stjórn, auka getu til að sjá hluti frá öðrum sjónarhornum, bregðast við á meðvitaðri máta, aðstoða einstaklinga að þekkja og varast tilteknar aðstæður og bera kennsl á hugsanir sem fela í sér aukna hættu, þannig að þeir fremji ekki brot að nýju,“ segir hún. Sólveig segir markmið inngripa og meðferðar vera að einstaklingar geti betur borið kennsl á þætti sem tengjast afbrotahegðun og geti sett það í samhengi við eigin hegðun. „Einnig að efla getu dómþola til að takast á við aðstæður, sálræna og félagslega þætti sem auka líkur á brotatengdri hegðun. Þá er mikilvægt að huga einnig að þáttum sem draga úr líkum á brotum, það er þeim styrkleikum sem einstaklingurinn býr yfir.“ Hún segir þessa verndandi þætti geta verið ýmiss konar. „Að stunda nám eða vinnu, uppbyggileg áhugamál, vinátta, sjálfsstjórn, markmiðasetning, þrautseigja, lausnamiðuð nálgun og að geta rætt um vandamál.“ Þá geti jákvæð og stöðug samskipti við aðstandendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir haft góð áhrif.Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun.Verndandi aðgerðir stundum nauðsynEn hvað ef aðstandendur geta ekki átt jákvæð samskipti við brotamann? Eða telja það jafnvel ekki öruggt?„Eins og við vitum þá er það ekki alltaf þannig gagnvart öllum aðstandendum. Hins vegar getur brotamaður átt marga aðstandendur með mismunandi tengsl og í einhverjum tilfellum getur forsenda verið til staðar. Tengsl við sína nánustu er fyrir marga mikilvægur þáttur í góðum lífsgæðum.“ Sólveig segir að það geti líka reynst nauðsynlegt að grípa til svokallaðra verndandi aðgerða. „Til dæmis í því að virkja dómþola til athafna sem tengjast ekki brotum, forða honum frá aðstæðum sem geta kveikt á gömlum hegðunarmynstrum, þá einkum brotahegðun. Auka færni í að sjá fyrir sér afleiðingar brotahegðunar sem eru neikvæðar. Hafa áhrif á þætti sem tengjast viðhorfum, aðstæðum eða hegðun sem hefur áhrif á brotahegðun.“ Hún bendir á að breytilegir áhættuþættir geti sveiflast hratt, jafnvel innan daga eða klukkustunda. Og eykst hættan sem af dómþola stafar á slíkum tímapunktum. „Í þessu samhengi má nefna neyslu, samskiptavanda eða húsnæðis- eða atvinnumissi.“ Stundum sett skilyrði og haft eftirlit Sólveig segir að stundum séu sett skilyrði í meðferð þegar þörf er talin á að minnka líkur á frekari brotahegðun. „Getur þetta til að mynda verið takmörkun á því í hvaða fangelsi dómþoli afplánar eða hver skilyrði reynslulausnar eru með hliðsjón af áhættuþáttum. Dæmi um skilyrði eru til að mynda að mega ekki; umgangast ákveðna einstaklinga, vinna ákveðna vinnu eða búa á tilteknum stöðum. Skilyrði þessi þurfa að vera einstaklingsmiðuð, sanngjörn, réttlætanleg og raunhæf svo hægt sé að fylgja þeim eftir.“ Þá þurfi stundum eftirlit, eftir aðstæðum. „Svo sem rafrænt eftirlit, upplýsingagjöf til lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu eða annarra opinberra aðila sem að málinu koma. Hér er verið að reyna að draga úr kveikjum í umhverfinu og tækifærum, til dæmis með því að takmarka aðgang þeirra að ákveðnum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37
Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52