Landnámshænur leigðar sumarbústaðaeigendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2019 19:15 Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira