Barcelona lenti ekki í miklum vandræðum með norska liðið Elverum er liðin mættust í Íslendingaslag í Meistaradeildinni í dag.
Börsungar voru 15-12 yfir í hálfleik og unnu að endingu með níu marka mun, 33-24.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum en markahæstur Börsunga var Luka Cindric með sjö mörk úr sjö skotum.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir norska liðið.
Barcelona er því með sex stig í öðru sæti riðilsins en Elverum er án stiga.
Aron hafði betur gegn Sigvalda
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn