Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 10:35 Jaroslaw Kaczynski er formaður Laga og réttlætis. Hann hefur þó ekki viljað forsætisráðherrastólinn. Vísir/EPA Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50