Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 20:45 Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“ Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“
Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira