Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 07:37 Jaroslaw Kaczynski er formaður PiS. AP Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám. Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám.
Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35