Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2019 10:30 Þórunn fór í gegnum alla tilfinningaskalana í þættinum í gær. Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . .Alejandro Muñoz lék lykilhlutverk í leitinni af fjölskyldu Þórunnar.Í gær var komið að því að fara út til Kólumbíu, nánar tiltekið til Bógata. Fyrir ferðina hafði Sigrún komið sér í samband við landsþekktan sjónvarpsmann í Kólumbíu að nafni Alejandro Muñoz sem heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar. Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.Fallegt augnablik þegar Þórunn hitti móður sína í fyrsta sinn.Einnig kom fram að Virginia hafi aldrei haldið því leyndu fyrir dætrum sínum að hún hafi gefið eina stúlku til ættleiðingar og leið ekki sá dagur sem hún hugsaði ekki um Þórunni. Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn. Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður. Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30 Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . .Alejandro Muñoz lék lykilhlutverk í leitinni af fjölskyldu Þórunnar.Í gær var komið að því að fara út til Kólumbíu, nánar tiltekið til Bógata. Fyrir ferðina hafði Sigrún komið sér í samband við landsþekktan sjónvarpsmann í Kólumbíu að nafni Alejandro Muñoz sem heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar. Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.Fallegt augnablik þegar Þórunn hitti móður sína í fyrsta sinn.Einnig kom fram að Virginia hafi aldrei haldið því leyndu fyrir dætrum sínum að hún hafi gefið eina stúlku til ættleiðingar og leið ekki sá dagur sem hún hugsaði ekki um Þórunni. Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn. Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður. Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30 Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30
Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00